Fundargerð Aðalfundar 2017
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 17 2018 12:38
- Skrifað af Sonja
Mosfellsbæ 22.11.2017
Aðalundur hestamannafélagsins Harðar, haldinn í Harðarbóli
Mættir um 30
Þar af stjórnarmenn: Hákon Hákonarson formaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Gígja Magnúsdóttir, Gunnar Valsson, Rúnar Guðbrandsson og Haukur Níelsson.
Formaður setur fundinn kl:20.15, fer yfir lögin og telur hann löglega boðaðan. Leggur til að Jóna Dís Bragadóttir verði fundarstjóri og Anna Lísa Guðmundsdóttir fundarritari í fjarveru Oddrúnar Ýr Sigurðardóttur. Samþykkt samhljóða.
Dagsskrá;
- Jóna Dís fundarstjóri tekur við fundarstjórn. Kynnir að fundurinn sé löglegur.
- Formaður félagsins flytur skýrslu stjórnar.
- Gjaldkeri félagsins Ragnhildur Traustadóttir kynnti reikninga félagsins og 9 mán. milliuppgjör.
Fór yfir helstu atriði ársreiknings, þar voru helstu niðurstöður að hagnaður félagsins var 488.000 kr fyrir árið 2016. Rekstur einstakra deilda var misjafn en almennt í góðu lagi.
Í 9. mánaða uppgjöri: Hagnaður 30 miljónir vegna eftirgjafar á skuld reiðhallar, en ókomnir reikningar munu koma í lok ársins og raun hagnaður verði mun minni. Allar eignir félagsins eru skuldlausar.
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Þröstur Karlsson spurði um fjölda félagsmanna og umræða spannst um greiðslu til LH og lottótekjur. Þröstur lagði til að birt væri á heimasíðu félagsins hverjir væru búnir að greiða félagsgjöld. Formaður taldi að þetta væri hárfín lína hvernig meðhöndla ætti þetta mál ( fjöldi félagsmanna greiðslur til LH og lottótekjur).
- Fundarstjóri lagði reikningana fram til samþykktar og voru þeir samþykktir samhljóða.
- Fjárhagsáætlun næsta árs. Ragnhildur gjaldkeri kynnti áætlun ársins.
- Fundarstjóri fór yfir árgjald félagsmanna. Stjónr félagsins leggur til hækkun fyrir 16-22ja ára úr 6.000 í 7.000 kr. og fyrir 22ja -70 ára úr 9.000-12.000 kr. Frítt fyrir börn að 16 ára aldri og frítt fyrir 70 ára og eldri. Umræða í sal fór af stað og spurning hvort þetta fækkaði þeim sem borga, en aðrir töldu að þetta væri engin upphæð. Hækkun samþykkt samhljóða.
- Lagabreytingar. Engar lagabreytingar þetta árið.
- Fundarstjóri fór yfir kosningu til stjórnar.
- Hákon Hákonarson gefur kost á sér til endurkjörs, engin mótframboð, sjálfkjörinn með lófaklappi.
- 4 menn sem kjörnir voru til 2ja ára 2016 og ganga úr stjórn eru: Alexander Hrafnkelsson, Haukur Níelsson, Oddrún ‚yr Sigurðardóttir og Ragnhildur Traustadóttir. Haukur gefur aftur kost á sér og var endurkjörinn. Ennfremur gáfu kost á sér til 2ja ára, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Erna Arnardóttir og Kristinn Már Sveinsson. Þau voru kjörin með lófataki. Sveinfríður Ólafsdóttir, sem var kjörin 2016 til 2ja ára, baðst lausnar af persónulegum ástæðum. Ragnhildur Traustadóttir býður sig fram til 1 árs í hennar stað og var einróma kjörin.
- Aðalfundur beinir því til stjórnar félagsins að tilnefna félagsmenn á ársþing UMSK.
- Sveinfríður Ólafsdóttir og Þröstur Karlsson gefa kost á sér sem félagslega kjörnir skoðunarmenn reikninga, samþykkt samhljóða.
- Önnur mál.
Frjálslegar umræður úr sal. Lagt var til að setja upp skili sem á stendur ERT ÞÚ FÉLAGI? Margrét Halldórsdóttir lagði til að búinn væri til bæklingur þar sem hægt væri að dreifa og kynna hvað sé í boði fyrir fólk, gangi það í félagið. Hákon beindi því til hesthúseigenda sem eligðu út frá sér bása að setja sem skilyrði fyrir leigu að leigjandinn gerðist félagi í hestamannaféalginu. Ragnar leggur til að félagaskrá sé á heimasíðunni, en því var vísað til stjórnar. Súsanna leggur til að gengið sé á milli húsa, heilsað sé upp á fólk og því boðið í félagið. Hægt sé að gera viðburðardagatal, dreifa í húsin og tala við alla. Súsanna spurði um viðburðardagatal. Búið að taka frá dag fyrir Íþróttamót 12. – 13. maí og Gæðingamót 1.-3. júní. Lagt til að Íþróttamótinu sé flýtt þar sem það rekst á Reykjavíkurmótið. Hákon ætla að skoða að hafa mótið 5.-6. maí.
Ekki fleira rætt undir liðnum önnur mál.
Formaður fékk orðið undir lokaorð. Þar kynnti hann hugmynd að nýju deiliskipulagi með aukna nýtingu á núverandi svæði og koma fyrir nýjum byggingarlóðum fyrir ofan Hindisvík og á svæði Sorpu. Málið hefur verið rætt við skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Halda þarf hugarflugsfund með félagsmönnun um framtíðarsýn okkar hestamanna næstu 20 árin. Samningar náðust við Íslandsbanka uppgjör skuldar vegna reiðhallarinnar. Mosfellsbær veitti félaginu 7 milljóna kr styrk vegna uppgjörsins, en 1 milljón kr greiddi hestamannafélagið. Sagði frá frá tilboð í loftræstikerfi upp á 3.9 miljónir kr án Vsk, ástandi á kerrustæði við reiðhöll, framkvæmdum við Harðarból, flutning á rúllu- og baggastæði stæði innan félagssvæðisins.
Að lokum þakkaði Hákon fráfarandi stjórn og sérstaklega Oddnýju sem auk stjórnarsetu var starfsmaður félagsins og aðalreiðkennari.
Fundi slitið kl 22.