Námskeið: Hóptímar fyrir kátar hestakonur

Námskeið fyrir kátar hestakonur verður á miðvikudagskvöldum í vetur:

Markmið að fræðast, læra fallega, uppbyggilega reiðmennsku og hafa gaman saman.

Á námskeiðiðinu verður lagt uppúr samspili knapa og hests, þjálni og einfaldar liðkandi æfingar. Hver hópur semur svo sitt prógram/munsturreið og hóparnir sýna svo hvor öðrum og gestum í lokin.

Hestamennska, hugmyndaríki, skemmtanagildi og góð músík.

Einnig verður fræðsla, sýnikennsla og gaman, saman.

Kennari: Súsanna Sand Ólafsdóttir

Fyrirlestur 4.janúar kl 20 eftir fyrirlestrinum hjá Hinna (Hvetja ykkur um að mæta þangað)

Synikennsla Mið 10.Janúar (Tímasetning auglýst síðar)

Verklegt kennsla byrjar 17.Janúar.

Harðarsýning verður Miðvikudag 4.Apríl 2018

Max. Þáttekendur eru 24 konur.

Skráningafrestur: 6 Januar 2018

Verð: 30 000 ISK

Skráning á :
skraning.sportfengur.com

Þá sem voru þegar búin að skrá sig á TG og vilja færa sig, hafið samband í skilaboð.