HÁTÍÐARHELGI ÍSLENSKA HESTSINS
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 26 2016 12:25
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
HATÍÐRHELGI ÍSLENSKI HESTSINS
Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.
Skrúðreið kl 13. í miðbæ Reykjavíkur laugardagurinn 30. apríl: Skrúðreiðin leggur af stað frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Lagt af stað frá BSÍ um 12:30. Stoppað verður við Hallgrímskrikju þar sem Borgarstjóri setur hátíðina og Karlakór Kjalnesinga syngur.
Ljósmyndun hesta (fyrirlestur).
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 25 2016 17:37
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari verður í Harðarbóli á morgun þriðjudag kl . 20:00-21:00. Anna Fjóla,hefur tekið margar hestamyndir, ætlar að seigja okkur í máli og myndum hvernig á að taka góðar myndir af hestum.
Kveðja fræðslunefnd Harðar
TÖLTBRÚPPAN Í HERÐI - NÆSTA ÆFING
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 25 2016 13:56
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á sunnudagsmorgunn hittust 22 konur í Töltgrúppunni okkar Harðarkvenna og er mikill hugur í konum og skemmtu allar sér vel og hestarnir líka.
Á miðvikudagskvöldið er næsta æfing kl.20-22.
Verð fyrir 10 skipti er 10.000kr.
Allar konur eru velkomnar.
Á meðan á æfingunni stóð gaf sig vatnsrör í loftræstikerfinu og bruna bjallan fór að stað og fældust nokkrir hestar og ein vinkona okkar datt af baki. Hún ber sig vel en það á eftir að koma í ljós hvernig skrokkurinn og hugurinn verður eftir þessa biltu. Við sendum henni alla okkar bestu strauma. Hjálmurinn veður ekki notaður aftur.
Bjöllu um verður skipt úr fyrir rauð ljós vonandi á morgun eða hinn.
MIÐBÆJARREIÐIN 30.APRÍL OG DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS 1.MAÍ
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:53
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
30.apríl verður Miðbæjarreiðin og 1.maí er DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS
Lagt verður af stað frá BSÍ kl.12.40 og riðinn hefðbundinn hringur.
Dagskráin verður sett formlega við Hallgrímskirkju og jafnframt verður stoppað við Austurvöll.
Hvetjum alla Harðarfélaga til að mæta.
Nánar auglýst síðar.
MIÐBÆJARREIÐIN 30.APRÍL OG DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS 1.MAÍ
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:52
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
30.apríl verður Miðbæjarreiðin og 1.maí verður DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS
Lagt verður af stað frá BSÍ kl.12.40 og riðinn hefðbundinn hringur.
Dagskráin verður sett formlega við Hallgrímskirkju og jafnframt verður stoppað við Austurvöll.
Hvetjum alla Harðarfélaga til að mæta.
Nánar auglýst síðar.
TÖLTGRÚPPAN Í HERÐI
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:18
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fyrsti hittingur Töltgrúppunnar í Herði verður á sunnudaginn kl.11.00 í reiðhöllinni. Hvetjum allar konur til að mæta sem hafa áhuga á því að vera með. Ragnheiður Samúelsdóttir heldur utan um hópinn og ætlum við að hittast nokkrum sinnum í apríl og maí
FÁKSREIÐ Á LAUGARDAGINN - LAGT AF STAÐ ÚR NAFLANUM KL.13.00
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:37
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
FIRMAKEPPNIN - ÚRSLIT
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:10
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í gær var firmakeppnin haldin í Herði. Þátttaka var frábæri í öllum flokkum og tókst keppnin vel í góðu veðri á Varmárbökkum. Pollar og börn voru á hringvellinum en aðrir flokkar voru á beinu brautinni. Verðlaunaafhending fór fram í Harðarbóli þar sem fólk fékk sér nýbakaðar vöfflur, rjóma og kakó. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu fyritækum sem styrktu firmakeppnina.
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.
Niðurstöður Hrímnis töltsins
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 22 2016 10:23
- Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Úrslitin
1 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Rauður/milli-einlitt | Máni | 7,06 ![]() |
2 | Jóhann Ólafsson | Dáti frá Hrappsstöðum | Brúnn/dökk/sv.einlitt | Sprettur | 6,89 ![]() |
3 | Jón William Bjarkason | Stjörnunótt frá Litlu-Gröf | Brúnn/mó-stjarna,nös eða... | Smári | 6,44 ![]() |
4 | Stella Sólveig Pálmarsdóttir | Sóley frá Efri-Hömrum | Bleikur/fífil/kolóttursk... | Máni | 6,33 ![]() |
5 | Erlendur Ari Óskarsson | Stórstjarna frá Akureyri | Brúnn/milli-tvístjörnótt | Fákur | 6,22 ![]() |
6 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Spenna frá Margrétarhofi | Grár/brúnneinlitt | Hörður | 6,17 |
HREINSUNARDAGUR Á MORGUN
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 20 2016 10:06
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu Harðarfélagar og Hesthúseigendur !!!!!!
Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum.
Við ætlum að mæta kl. 10 á sumardaginn fyrsta (fimmtudaginn 21. apríl) við reiðhöllina.
Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu. Eftir hreinsunina verða grillaðir hamborgarar við reiðhöllina.
Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur.
Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið.
Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélagið