Keppnisnámskeið seinni hluti (börn, unglingar, ungmenni)

Keppnisnámskeið seinni hluti (börn, unglingar, ungmenni)

Námskeiðið verður fjölbreytt. Byggt upp á fyrirlestrum, sýnikennslum, úti og inni æfingum, æfingamótum, áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.

Kennarar Súsanna Sand og Ragnhildur Haraldsdóttir.
Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl 16 – 22, fer eftir skráningu
Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg

Ef mikil skráning, áskilur æskulýðsnefnd rétt til breytingar á kennslufyrirkomulagi

Seinni hluti 8.apríl til 10 júni– verð 26.000 kr

Þá sem voru skráðir á fyrri hluta námskeiðsins og fara líka í seinna hluta, fá seinni hluta námskeiðsins á 24.000kr.

Skráning fer fram hér:
Seinni hluti 8 apríl til 10 júní – verð 26 000 kr

Þá sem eru að skrá sig á fyrri hluta og fara líka í seinna hluta, fá seinna hluta á 24000kr.

Skráning fer fram hér:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx…

Kveðja æskulýðsnefnd

Æfingamót á keppnisnámskeiði

Æfingamót fyrir börn, unglinga og ungmenni verður miðvikudaginn 1 apríl kl.16.00 í reiðhöllinni. Mótið er opið öllum börnum, unglingum og ungmennum og skráning er hjá Súsönnu Sand reiðkennara á feisbook síðu hennar í einkaskilaboðum:

https://www.facebook.com/susanna.olafsdottir?fref=ts

Keppt í 4gangi, 5gangi, Tölt t3, tölt t7 og léttum 4gangi
2 inná í einu, riðið eftir þul.
Krakkarnir á keppnisnámskeiði skrá sig á feisbook grúppu námskeiðsins.

Dómarar skrifa komment á einkunablöð og svara spurningum eftir mótið.
Kv Reiðkennarar keppnisnámskeiðs

DIMBILVIKUSÝNING

Kæru Harðarfélagar.

Þeir sem standa að Dimbilvikusýningunni í Spretti auglýsa eftir hestum eða merum sem fædd eru Harðarfélögum til að keppa á sýningunni. Þeir sem hafa áhuga að vera með,  vinsamlegast hafið samband við Jonna í síma 896 8707

DAGSKRÁIN NÆSTU DAGA

Í dag fimmtudag 19.mars er opnun Hestadaga í Ráðhúisnu í Reykjavík kl.17.00.  Boðið verður uppá léttar veitingar og sýndar verða gamlar hestamyndir.  Allir velkomnir.

Á morgun föstudag 20.mars  er Dallandsmótið í reiðhöllinni og boðið verður uppá súpu, kaffi og svala.  Hvetjum alla til að mæta.

Á laugardaginn 21.mars er Miðbæjarreiðin.  Lagt verður af stað frá Tanngarði kl. 13.00.  Hvetum alla hestamenn til að mæta.  Lopapeysu- og úlpuþema. Endilega sameinast í kerrur.

Á laugardaginn er líka árshátíð Hestamannafélagsins Harðar.