Gæðingamót, skráningu lýkur á þriðjudagskvöld kl 23:00
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, júní 01 2015 19:58
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Gæðingamót Harðar fer fram dagana 5.júní – 7.júní 2015.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Skráning hefst miðvikudaginn 27.maí og lýkur þriðjudaginn 2.júní. á miðnætti (skráning framlengd)
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 3500 en fyrir börn og unglinga kr 3000.
Skráningargjald fyrir unghrossakeppnina, tölt og skeiðgreinar er kr 3.000.
Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk, C flokk og pollar verða að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
C- flokk gæðinga (ef næg þátttaka næst)
Ungmenni
Unglingar
Börn
Unghrossa keppni(merkt annað í sportfeng)
Tölt opin flokkur
Tölt áhugamenn
Tölt T7 börn og unglingar
Tölt 17 ára og yngri
Skeið 100m, 150m, 250m
Pollar teymdir og pollar ríða einir
Einnig hvetjum við fólk til að skrá sig í flokka miða við keppnisreynslu hvers og eins.
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Kveðja
Hestamannafélagið Hörður