Skógarhólaferð Æskulýðsnefndar Harðar, helgina 30-31. maí 2015.

Fyrirhuguð er töfrandi fjölskyldu og skemmtiferð Æskulýðsnefndar um Þingvelli. Hvetjum við stóra sem smáa til að mæta og ríða um eina af fallegustu reiðleiðum landsins þar sem notið verður náttúru, veitinga og félagskapar góðra vina. Þema ferðar er “Lopapeysur ”. Ef svo ber undir verður farið með tvo hópa til að koma til móts við getu barnanna en auðvitað eru börnin samt sem áður á ábyrgð foreldra í ferðinni.

Kostnaður vegnar ferðar er eftifarandi:
Gisting 500 kr. per hest,
Gisting í skála 4500 kr. á mann
Gisting í tjaldi eða tjaldvagni 2000 kr. á mann, eigin tæki.
Innifalið í verði er grillveisla um kvöldið, heitt kakó og kex á kvöldvöku og morgunmatur á sunnudag.

Fyrirhuguð dagskrá er svohljóðandi:
Laugardagurinn
Kl.12:00 Sameinað í kerrur og lagt á stað til Skógarhóla (Þingvellir).
Kl.14:00 Lagt af stað í massa reiðtúr um þjóðgarðinn, hver fyrir sig hefur holllt og gott nesti að heiman til að snæða í ferðinni.
Kl.19:00 ..eða þar um bil – snilldar sameiginleg grillveisla.
Kl.21-23:00 Kvöldvaka, allir sem einn að koma með skemmtiatriði, brandara, leiki og fl. í þeim dúr. 
Kl. 23:59 Undirbúningur fyrir hvíld, ljós slökkt og ZZZzzzz – ZZZzzzz.
Sunnudagurinn
Kl.08-10:00 Morgunmatur og annar frágangur. 
Kl.11-12:00 Smala saman klárum.
Kl.13:00 Keyrt á Hrafnhóla og riðið heim.
Kl.15:00 Skemmtiferð enduð með kirkjukaffi í Harðarbóli.

Vinsamlega greiðið inná reikning 0318-26-2459 kt. 200569-2459 og muna að senda staðfestingu í heimabanka á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tölvupóst um:
Fjöldi hesta, fjölda þátttakenda og hvernig fólk kýs að gista t.d inni eða úti.
Allar nánari upplýsingar veitir Karin í gsm 6915005 og Bryndís gsm 6603854, athugið að skráning og greiðsla í ferðina stendur til og með 15. maí nk.
Með von um góðar undirtektir – Nefndin.