FÁKSREIÐIN ER Á LAUGARDAGINN

Kæur Harðarfélagar.

Nú er komið að hinni árlegu Fáksreið, en hún verður laugardaginn 25.apríl nk.  Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00.  Fáksmenn eru þegar farnir að undirbúa sig og búast við 200  manns.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ferðanefndin.

HREINSUNARDAGURINN OG FIRMAKEPPNIN Á SUMARDAGINN FYRSTA

Kæru Harðarfélagar.

Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi á sumardaginn fyrsta.  Mæting er við reiðhöllina kl.10.00.  Eftir hreinsunina verða grillaðir "borgarar". Eftir það fara allir að græja hestana sína og sjálfan sig og mæta í firmakeppnina kl.14.00 með númerin sín.  Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pllar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn  flokkur.  verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.

Hlökkum til að sja ykkur.

Umhverfisnefndin

ÆFINGAMÓT - MIÐVIKUDAGINN 22.APRÍL

Æfingamót verður haldið miðvikudaginn 22.apríl. Mótið byrjar kl.16.00. Skráning fer fram í reiðhöllinni mánudaginn 20.apríl kl.19.00 - 20.00. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna, 4g, 5g, T3 og T7. Keppendur fá umsagnir frá dómurum og ekki verða riðin úrslit. Skráningin kostar 1.000kr. Þeir sem eru á keppnismámskeiði fá frítt. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Einnig veitir Magnús Ingi upplýsingar í síma 8993917. Hvetjum alla til að mæta.

Eldgamla mótanefndin

FÖGNUM SUMRI OG TÖKUM ÞÁTT Í FIRMAKEPPNINNI

Í næstu viku ætlum við að fagna sumri og halda firmakeppnina okkar.  Því viljum við biðja þá sem eiga númerin sem notuð hafa verið að finna þau og nota í keppninni. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli og seldar verða vöfflur og kakó. Nánar auglýst síðar.

UMHVERFIS ÁTAK Í HESTHÚSAHVERFINU

Nú stendur fyrir dyrum umhverfisátak í hesthúsahverfinu okkar. Hreinsunardagurinn verður 23.apríl og þá leggjast allir á eitt um að fegra hverfið. Til stendur að stækka kerru stæðið við hliðina á reiðhöllinni og laga kerrustæðum í neðra hverfinu og þá eiga engar kerrur að vera nema á kerrustæðum. Einnig verður kerrueigendum boðið uppá að leigja stæði. Stjórninni hafa borist kvartanir vegna heyrúlluna víða um hverfið og viljum við benda á rúllustæðið austast í 
hverfinu. Einnig er kvartað yfir litlum kerrum og öðru drasli sem á ekki að vera þar sem það er. Tekur jafnvel stæði á kerru stæðinu. Eftir fund í morgun með fulltrúum Mosfellsbæjar fórum við í skoðunarferð um hverfið og biðjum við eigendur að fjarlægja drasl sem það á, annars gerir Mosfellsbær það.

KERRUSTÆÐI