DENNI HAUKS - KYNNIR TÖLTFIMI MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 25.FEB. N.K.
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 24 2015 16:23
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Minnum á 1.vetrarmótið á morgun laugardag. Skráning í dag milli 17.00 - 18.00 í reiðhöllinni.
Skráningargjald er 1.500. Frítt fyrir polla og börn.
Miðasalan er í fullum gangi, nokkrir miðar eftir. Pantið miða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. borgið inn á reikning
Kæru félagar, vegna vatnsleka í reiðhöllini verður vestarihelmingur hallarinnar lokaður þar til annað verður auglýst.
Síðustu fjögur ár höfum við Harðarkonur og menn haldið metnaðarfullt kvennatöltsmót sem haldið hefur verið til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landsspítalans. Mótið hefur tekist afskaplega vel og er þar ekki síst að þakka öllum þeim sem hafa keppt til styrktar Lífi og ekki síður öllum þeim sem hafa mætt á viðburðinn og styrkt málefnið af örlæti.
Viðburður eins og þessi útheimtir mikla vinnu og virkilega góðan undirbúning og því miður er staðan sú í ár að ekki hefur tekist að manna nefndina svo vel sé. Einnig er ljóst að samkeppni í mótahaldi hefur enn aukist, en eins og allir hestamenn þekkja þá er mikið framboð af mótum og erfitt hefur verið að tryggja næga þátttöku á mótum. Eftir miklar vangaveltur höfum við í Lífstöltsnefndinni því ákveðið að halda mótið ekki í ár. Það er okkur þungbært að taka þá ákvörðun en teljum það best eins og sakir standa en munum endurmeta stöðuna á næsta ári.
Við þökkum ykkur öllum kærlega sem hafið stutt mótið með margvíslegum hætti og óskum ykkur góðra Lífsins-stunda,
Lífstöltsnefndin
Markaður fyrir reiðtygji og reiðfatnað!
Öll námskeid sem eiga ad vera eftir kl. 16 í dag mánudag er frestað vegna þess að vatn flæddi inní kennsluhluta hallarinnar og verður það bil lokað í dag.
Ágætu félagar
Mánudaginn 23.febrúar byrjar nýtt Trek námskeið.
Kennari námskeiðisins er Súsanna Sand
Úrval útsýn býður upp á margskonar möguleika tengdum HM í Herning í sumar. Allt frá stökum miða á mótið upp í heilu pakkaferðirnar með flugi, hóteli og miða á mótið. Með því að bóka í gegnum ÚÚ eruð þið að styrkja íslenska landsliðið.
Reglur í reiðhöllinni í Herði
Við bendum á að myndavélakerfi er í reiðhöllinni