Síðustu forvöð að skrá sig á frumtamninganámskeið

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 6. október nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s. atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.


Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000. Kennt verður í 4-5 manna hópum en bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.

Fræðslunefnd áskilur sér þann rétt að fella námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka

Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala er ekki í félagaskrá þarf að fara inn á hordur.is eða síðu annars hestamannafélags og sækja um aðild).
4. Velja atburð.
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Fræðslunefnd Harðar.

UMSJÓNARMAÐUR REIÐHALLARINNAR

Ingólfur Á. Sigþórsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður reiðhallarinnar. 

Símanúmerið hans er 8600264 og netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðvera í reiðhöllinni verður auglýst síðar.

Hvaða reiðnámskeið langar þig á?

Þessa dagana er fræðslunefnd Harðar að leggja drög að fræðsludagskrá vetrarins og okkur vantar þína hjálp. Við óskum eftir áhugasömu og hugmyndaríku fólki til að vinna með okkur í fræðslunefnd. Með öflugt félag á bakvið okkur og einhverja þá bestu aðstöðu sem finnst á landinu eru möguleikarnir nær óendanlegir. Ef við leggjumst öll á eitt ætti fræðsludagskráin að endurspegla vilja Harðarfólks sem best. 

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt getið þið haft samband við Hans Orra (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Öglu (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). 

UMSJÓNARMAÐUR REIÐHALLARINNAR

Ingólfur Á. Sigþórsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður reiðhallarinnar. 

Símanúmerið hans er 8600264 og netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðvera í reiðhöllinni verður auglýst síðar.