Vorið er komið og grundirnar gróa.....

og þá förum við hestamenn að huga að beitarmálum. Eins og undanfarin ár

býður hestamannafélagið upp á beitarhólf til leigu fyrir skuldlausa félagsmenn.

Nú þegar hafa þó nokkrir sótt um og hvetjum við alla þá sem vilja fá beit að

sækja um hið snarasta því umsóknarfrestur er til 1. maí.

Aðeins hefur borið á því að menn gleymi að sækja um og svo hafa aðrir ekki sótt

um af þeirri ástæðu að þeir hyggjast ekki fá beit. Síðast liðið vor var nokkrum

úthlutað beit sem hugðust ekki sækja um. Við í beitarnefnd finnum því miður

ekki á okkur hverjir vilja beit og hverjir ætli að hætta. Af þessum sökum geta

þeir sem ekki sækja um beit fyrir 1. maí gengið að því vísu að fá ekki beit þetta

árið. Sem sagt; þeir einir fá beit sem sækja um!!!

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Valdimar 896 6753, Gígju 863

1936, Guðmundi Björgvinss. 856 5505, Guðmundur Magnúss. 863 0711,

Gunnari 822 4402.