Æskan og hesturinn
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 06 2016 15:45
- Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Nú er komið að því að barna- og unglingadeildir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu standi saman að hinni árlegu stórsýningu Æskan og hesturinn.
Þarna gefst fjölskyldum landsins tækifæri til að eiga saman góða stund og horfa á ókeypis skemmtun.
Tvær sýningar í boði kl 13 og 16
Að venju eru það hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni Fákur í Reykjavík, Sprettur í Garðabæ og Kópavogi, Hörður í Mosfellsbæ, Sóti á Álftanesi og Sörli í Hafnarfirði.