Þrjú laus pláss á námskeiðið hjá Tona

Aðeins þrju laus pláss eru eftir á námskeiðið hjá Antoni Níelssyni

 

Helgina 16. og 17.april verður helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla í mörg ár. Toni er mjög vinsæll reiðkennari víða um heim og hefur meðal annars verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hjá nokkrum erlendum landsliðum.

Anton Páll er nákvæmur í sinni kennslu, hefur mikla reynslu á öllum stigum reiðmennskunnar og er hann mjög fljótur að lesa knapa og hest. Áhersla er lögð á einfalda enn árangursríka(communication) nálgun við hestinn til þess að fá besta mögulega samspil og samband við hann.

Kennsla fer fram laugardag og sunnudag og er annaðhvort 1x 60min á dag eða 2x 30min á dag.
Það eru bara 8 pláss í boði.
Verð 32 000 kr
Möguleiki er fylgjast með kennslu Antons úr stúku og kostar það 6.000 kr per dag.

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx…og er skráningarfrestur til 9 april næstkomandi.