HÁTÍÐARHELGI ÍSLENSKA HESTSINS

HATÍÐRHELGI ÍSLENSKI HESTSINS

Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.

Skrúðreið kl 13. í miðbæ Reykjavíkur laugardagurinn 30. apríl: Skrúðreiðin leggur af stað frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Lagt af stað frá BSÍ um 12:30. Stoppað verður við Hallgrímskrikju þar sem Borgarstjóri setur hátíðina og Karlakór Kjalnesinga syngur.

Dagur Íslenksi hestsins um heim allan 1. maí: Eigendur íslenska hestins um heim allan eru hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi, hafa gaman og njóta dagsins og slá á létta strengi!

Auglýsum eftir fólki sem vill bjóða heim í hesthúsið sitt á sunnudaginn.

Þetta er stór dagur í íslandshestamennskunni - vertu með!