FRÁBÆR FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ VAR FARIN Á LAUGARDAGINN

Á laugardaginn fóru 45 karlar í Formannsfrúarkarlareið Harðar og Helga Sig.

Byrjað var í Harðarbóli kl.8.00 í glæsilegum morgunverði, síðan var farið á Þingvelli þar sem boðið var uppá drykki og fleira. Riðið var í Hörð með góðum stoppum m.a í Fellsendaflóanum þar sem boðið var uppá kótilettur í raspi að hætti "Ragnhildar". Síðan var riðið í Hörð og þar tók á móti körlunum glæsileg veisla og mættu 55 karlar í matinn. Við þökkum öllum fyrir frábæran dag og Formannsfrúin biður kærlega að heilsa og þakkar öllum þeim sem gerðu daginn frábæran kærlega fyrir alla hjálp.

Formannsfrúin