Námskeið haustið 2015

Knapamerki Stöðupróf

Við ætlum aftur bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2 fyrir þá sem langar að skella sér í knapamerki 3 í vetur. Við ætlum að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við Sonja Noack, yfirreiðkennari annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.


Knapinn þarf að kunna helstu áseturnar og vera smá vanur/vön því þetta er bara stöðuprófs-námskeið. Hesturinn þarf að brokka og hægt sé að hringteyma hestinn á feti og brokki (knapamerki 1) og vera slakur og geta gengið á slökum taumi á feti og brokki (spennulaus).
Áætlað er að byrja 7.9. með smá samkomu af öllum og fara yfir grunnatriði i prófinu og svo verða einkatimar 8.9.-6.10. og próf áætlað 7.10.
Skráningarfrestur er lok ágúst.
Kostnaður er 22000 krónur og inní því er einn sameiginlegur tími, fimm 30 mín einkatímar og prófgjald.
Minnum ja
fnfram á að lesa þarf bækurnar þvi ekki verður farið í bóklega kennslu.
12 ára aldurtakmark er í knapamerki 1 og 2 og 14 ára í knapamerki 3.

Hindrunarstökknámskeið

Skemmtileg námskeið fyrir krakkar sem eru vanir og með gott jafnvægi.
Farið er í einn bóklegan tíma og svo skemmtileg verkleg kennsla.  Byrjað er að kenna hestinum á hindrun og síðan farið í að stökkva yfir.
Námskeið stendur yfir 2 vikur, 2x í viku og einn bóklegur tími (5 timar)
Einnig verður helgarnámskeið, 5 tímar þar líka, riðið þá 2x á dag.
Verð 9500kr
5.10. / 8.10. / 12.10. / 15.10.


((Helgarnámskeið 7./8.11.))

Bland í poka – námskeið fullorðnir

Námskeið fyrir alla sem vilja fjölbreytta kennslu J. Það verður einn bóklegur tími og svo kennsla í vinnu við hendi, reiðleiðir og hvernig hægt er að nota sér reiðhöll til gagnlegrar þjálfunnar á veturna, ásetuæfingar, töltkennsla, reiðtúr, hindrunarstökk, þrautabraut/leik og notkun hálsóls.
6 verklegar og eina bókleg tíma.
verð 12000 kr
Byrjar með bóklegri tíma 26.10.

Bland í poka – námskeið krakkar

Námskeið fyrir alla sem vilja fjölbreytta kennslu J. Það verður einn bóklegur tími og svo kennsla í vinnu við hendi, reiðleiðir og hvernig hægt er að nota sér reiðhöll til gagnlegrar þjálfunnar á veturna, ásetuæfingar, töltkennsla, reiðtúr, hindrunarstökk, þrautabraut/leik og notkun hálsóls.
6 verklegar og eina bókleg tíma.
verð 12000 kr
byrjar 27.10. með bóklegri tíma

Ásetuæfingarnámskeið

Sætisæfingarnámskeið, nemandi þarf ekki að mæta með hest og hentar fyrir alla knapa, byrjendur eða lengra komna. Frábært til að öðlast betra jafnvægi og fá meira öryggi. Einnig getur knapi einbeitt sér að sjálfan sér, ásetunni og eykur traust til hestsins.
Það er 20min einkakennsla 2x í viku í 4 skipti
(Möguleiki á að koma með sinn eigin hest. Hesturinn verður að kunna að hringteymast og brokka.)

Verð 12000kr
(10000 þegar komið er með eigin hest sem brokkar og kann að hringteymast)
dagsetning 1.9. / 3.9. / 8.9. / 10.9.

Bókleg kennslu knapamerki 3 og 4 og 5
Byrjar í óktober, endilega skrá ykkur sem fyrst!

Skráning á námskeiðin eru eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add