Sumarbeit hjá Herði

dsc00865 Að venju stendur skuldlausum félagsmönnum Harðar til boða sumarbeit í Mosfellsbæ. Umsóknareyðublöð verður fljótlega hægt að nálgast á heimasíðu félagsins og skal skila þeim útfylltum til formanns Beitarnefndar fyrir 25. apríl n.k. Með undirskrift lýsir viðkomandi sig reiðubúinn til að undirgangast þær reglur sem í gildi eru um beitarhólfin.Hægt er að koma fyrirspurnum á framfæri á vakri @ mbl.is og eins er hægt að setja sig í samband við einhvern nefndarmanna (sjá heimasíðu Harðar)Stefnt er að því að úthlutun verði lokið fyrir 10. maí n.k. og geti væntanlegir leigjendur komið og greitt beitargjöldin og fengið áburð í Harðarbóli. (Verður auglýst síðar.)  Beitarnefnd Harðar

Grill og stanslaust stuð !!

Við félagsmenn ætlum að lyfta okkur upp og grila saman á föstudagskvöldið kl 7 á tjaldsvæði Harðarmanna. hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og efla félagsandann. Ætlar Makkerinn að sýna hvað í honum býr og sjá til þess að enginn fari hungraður aftur í brekkuna.

 

Kv. Grillflokkurinn ! 

 

 

 

 

Ábendingar og fyrirspurnir

Á facebook og í tölvupósti til reiðveganefndar hafa verið fyrirspurnir, 

 ábendingar og kvartanir.
 
Í hópnum Harðarkonur hefur verið umræða sem að mestu er byggð á 
 misskilningi, en sum part vegna upplýsingaskorts.  Úr þessu má bæta.
 
Óskað er eftir ábendingum og fyrirspurnum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 merkt: Til stjórnar.

Ég mun annaðhvort svara viðkomandi eða leggja málið fyrir stjórn.
 
Með þessu vill stjórn félagsins bæta upplýsingaflæðið og stjórn 
félagsins fær ábendingar um hvað betur mætti fara hjá félaginu.

Hákon Hákonarson form

Saga Harðar og Harðarfélaga

Nú leitum við til ykkar kæru Harðarfélagar varðandi myndir sem hægt væri að nota í væntanlega bók um sögu Harðar. Myndirnar mega vera af hinum ýmsu uppákomum í Herði. Ef myndirnar eru ekki á stafrænuformi er hægt að skanna þær inn fyrir ykkur. Hægt er að senda myndir á stafrænuformi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða koma þeim í Harðarból til rekstrarstjóra í umslagi, merktu eiganda.

Harðarfélagar bjóða heim í tilefni Hestadaga í Reykjavík

5. apríl – Reiðhöll Harðar opin  kl. 17.00 – 19.00

Þau hesthús Harðarfélaga sem eru opin og eru merkt með blöðrum

Kjötsúpa – kaffi – svali í Reiðhöll Harðar

Kl. 17.00  – 18.00  - Teymt undir krökkum

Kl. 18.00 – Harðarkrakkar sýna listir sínar.

Mosfellingar og aðrir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemi sem fram fer í Hestamannafélaginu Herði, fá sér kjötsúpu, leyfa börnunum að fara á hestbak og horfa á frábæra sýningu hjá Harðarkrökkum.

Opið hús hjá hestamannafélögum á Höfuðborgarsvæðinu

Þeir félagsmenn sem eiga hesta sem hægt væri að nota til að teyma undir krökkum 5.apríl í Reiðhöllinni þegar það er opinn dagur, mega endilega hafa samband við undirritaða. Skipt er í tvö holl, frá kl.17.00 – 17.30 og 17.30 – 18.00, eigandinn þarf ekki að teyma frekar en hann vill (getum skaffað fólk í það).

Þeir félagsmenn sem eru tilbúnir til að hafa opið hús hjá sér 5.apríl frá kl. 17.00 – 19.00 mega hafa samband við undirritaða. Húsin verða merkt með blöðrum.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur 6.apríl n.k.

Eitt af skemmtilegustu atriðunum á Hestadögum í Reykjavík er skrúðreiðin niður við Tjörnina í Reykjavík, en hún verður laugardaginn 6. apríl n.k. Ragna Rós Bjarkadóttir heldur utan um Harðarhópinn. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þar þarf að koma fram nafn, símarnúmer og hvort það er laust pláss í hestakerru eða hvort það vanti far. Æskilegt er að knapar séu snyrtilega klæddir (í félagsbúningu, jakka merktum Herði, lopapeysum eða öðrum fallegum reiðfatnaði)

Dagskrá Skrúðreiðar (mæting um 12:30)

Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.