Og enn heldur veislan áfram...

Þegar milliriðlum er að verða lokið á Landsmóti er staða Harðarmanna þannig að í barnaflokki er Jóhanna Jónsdóttir og Darri í 7. sæti með 8,36, í unglingaflokki er Linda Rún Pétursdóttir og Háfeti í 4. sæti með 8,41, í ungmennaflokki er Kristján Magnússon og Hrafnar í 7. sæti með 8,42.

Nánar...

Árangur Harðarmanna á Landsmóti er stórkostlegur!!

Harðarmenn hafa staðið sig frábærlega það sem af er á Landsmóti og eru þó ennþá nokkur tromp eftir. Sérstaklega stóðu börnin sig vel, fjögur af þeim eru komin í milliriðil og það fimmta endaði í 22. sæti (20 komast í milliriðil) sem er virkilega vel af sér staðið. Árangurinn er eftir fyrstu tvo daga er þessi:

Nánar...

Fjölskyldureiðtúr um Kjósina

Ekki missa af góðum fjölskyldudegi sunnudaginn 2.mai. Allir velkomnir, ungir sem aldnir í góðan reiðtúr um Kjósina. Grill og gaman. Sjá nánar hér á síðunni til vinstri. Hlökkum til að sjá ykkur! Æskulýðsnefndin.

Annáll Árshátíðar Harðar 2011

Maður er nefndur Guðjón Magnússon.  Guðjón sá hinn sami vinnur ekki bara ötult starf sem formaður okkar Harðarmanna heldur situr og stendur til skiptis með sveittann skallann í öllum mögulegum og ómögulegum nefndum víðsvegar um bæinn.  Þar má nefna Landsmótsnefnd, Þingvallanefnd, framhaldsskólanefnd, gömludansanefnd, gítar og tónlistarnefnd og meira að segja líkamsræktarnefnd.  Harðarfélagar eru þó latir í ræktinni og heyrst hefur að Guðjón og fallega konan hans séu einu Harðarmennirnir sem stunda ræktina að einhverju ráði.  Guðjón fann nefnilega út að hægt væri að horfa á Bold and the beautiful á hlaupabrettinu og síðan þá hefur hann verið nær óstöðvandi.

Nánar...

Miðasala á árshátíð

Félagsmenn athugið Harðarból er upptekið annaðkvöld þannig að miðasalan færist í reiðhöllina  miðvikudaginn 29. febrúar kl 20:00 - 21:30. Fimmtudaginn 1. mars í Harðarbóli kl 20:00 - 21:30. Munið aðeins 150 miðar í boði, fyrstir koma fyrstir fá.

 

Árshátíðarnefndin

Miðasala á árshátíðina

Alltaf sætar :) Anna og dæturnarMinnum á að miðasalan á árshátíðina er í kvöld þriðjudag og á morgun miðvikudag kl. 20-21 í reiðhöllinni. 

Gerum okkur glaðan dag saman... og koma svo!

Hver verður karlremba Harðar í ár? Taktu þátt í að kjósa þína ...rembu. 

Tryggðu þér og þínum miða tímalega, aðeins 150 miðar í boði!

Árshátíð Harðar 2012

Senn líður að Árshátíðinni okkarKiss eins og alltaf verður hin sívinsæli annáll, brrrrrr ég bíð spennt. ÉG veit að flest allir hafa einhverja punkta um félagan Embarassed endilega sendið okkur í nefndinni punkta This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Dagskrá árshátíðarinnar verður auglýst von bráðar.

ÁrshátíðarnefndinInnocent

 

Hver verður karlremba Harðar 2011 - kjóstu

Aðalstjórn hefur ákveðið að taka aftur upp að kjósa karlrembu Harðar. Fyrir 10 árum síðan datt þessi hefð upp fyrir en þá hlaut titilinn Karlremba ársins, Össi grái. 

Það eru félagsmenn sem kjósa og er það gert undir leitarstikunni vinstra megin en einnig má senda tillögur að nöfnum á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Karlremba ársins verður svo "krýnd" á árshátíðinni sem verður nk laugardag. Nú er bara að velja þinn mann...