Viðurkenningar fyrir frábæran árangur á keppnisárinu 2012

Í kvöld fór fram kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar í Íþróttahúsinu að Varmá.  Margir fengu viðurkenningar og þar á meðal fimm Harðarfélagar.

Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefndur sem Hestaíþróttamaður Harðar 2012.

Lilja Ósk Alexandersdóttir fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefnd sem Hestaíþróttakona Harðar 2012. 

Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera í landsliði Íslands í Hestaíþróttum á Norðurlandamóti í Svíþjóð 2012.

Anton Hugi Kjartansson og Súsanna Katarína Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu sem efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri. 

Harpa Sigríður Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í fimi unglinga.

Óskum við Harðarfélagar þeim innilega til hamingju og velfarnaðar á komandi ár.

Nefndakvöld 2013

Nefndakvöld Harðar verður haldið 12.janúar 2013

Kæru Harðarfélagar.

Nefndarkvöld verður haldið í Harðarbóli 12.janúar 2013.  Þangað er boðið Harðarfélögum sem starfa í nefndum á vegum félagsins árið 2013.  Hátíðin hefst kl:19:00. Formenn nefnda eru beðnir um að hafa samband við sína nefnd og tilkynna síðan þátttöku til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja Jóna Dís og Ragna Rós