- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 08 2011 21:24
-
Skrifað af Super User
Nýlokið er úttekt á beitarhólfum í Mosfellsbæ og var útkoman
afar slæm í heildina. Í flestum stykkjum er mjög lítið gras og því enganveginn
tímabært að sleppa hestum í flest þeirra. Var því afráðið að fresta sleppingu í
hólfin um sinn. Á þessu voru þó góðar undantekningar og verður þeim sem
mega sleppa á föstudag því sendur netpóstur með frekari fyrirmælum.
Mikilvægt er að farið sé eftir þessum fyrirmælum í
hvívetna og eins bent á að þó sumir fái að sleppa þýðir það ekki að öllum sé
það leyfilegt. Birt verður tilkynning um leið og fært þykir að sleppa hrossum.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 07 2011 13:49
-
Skrifað af Super User
Það hefur sjálfsagt ekki
farið framhjá neinum að tíðarfar hefur verið afar óhagstætt gagnvart gróðri
undanfarnar vikur. Við lauslega athugun á beitarhólfum í dag þriðjudag, kom í
ljós að graspretta er afar lítil og ljóst er að mörg hólfanna enganvegin í því ástandi
að tímabært sé að sleppa hrossum á þau. Á morgun verður gerð frekari
úttekt og þá gefið út í framhaldinu í hvaða hólf verður heimilt að sleppa
hrossum í föstudaginn 10. júní eins og reglur segja til um. Eins verður
kynnt hvort gripið verði til einhverra ráðstafana s.s. að menn setji bagga eða
rúllur í hólfin til að létta á beitinni fyrstu dagana.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 25 2011 08:52
-
Skrifað af Super User
Áburður verður afhentur í Naflanum við bláa gáminn sem hér segir:
miðvikudag
|
25.05
|
kl 19-20 |
fimmtudag |
26.05 |
kl 19-20 |
föstudag |
27.05 |
kl.19-20 |
laugardag |
28.05 |
kl 12-14 |
sunnudag |
29.05 |
kl 11-13 |
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 11 2011 11:47
-
Skrifað af Super User
Nú er sumarið gengið í garð og kominn tími til að sækja um beitarhólf.
Beitarnefnd mun úthluta hólfum til félagsmanna en eins og venja er þá þurfa þeir sem óska eftir hólfi í gegnum Hörð að sækja um á hverju ári. Umsóknarfrestur er
til og með 15.maí 2011. Sótt er um hér á vefsíðunni (sjá leitarstikuna hér til vinstri).
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 19 2010 17:29
-
Skrifað af Super User
Áburður á beitarstykki verður afhentur í dag miðvikudag 19. maí, fimmtudag 20.maí og föstudag 21. maí úr gámi við reiðhöllina frá klukkan 17 til 20.
Áburður aðeins afhentur þeim sem hafa greitt leigu fyrir beitarhólfin. Gjaldið er kr. 8500 á hest og hægt að greiða það á reikning nr.: 0549-26-3689, kt.: 650169-4259 í Íslandsbanka í Mosfellsbæ.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 08 2010 23:50
-
Skrifað af Super User
Minnum alla Harðarfélaga sem og alla þá sem eru með hesta í hverfinu á TILTEKTARDAGINN sem verður sumardaginn fyrsta.
Mætum öll og tökum á þvi eins og í fyrra við að fegra umhverfi okkar, þetta tekur fljótt af. Tiltektin verður auglýst betur síðar.
Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélagið.
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 08 2010 13:34
-
Skrifað af Super User
Ágætu félagar
Sækja þarf um beit hjá félaginu fyrir 15.maí.
Til að fá beit þarf að vera félagi í Herði og skuldlaus við félagið. Greiða þarf fyrir beitina og skrifa undir samning við félagið áður en beitarhólf er afhent.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 24 2009 01:54
-
Skrifað af Super User
Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélag vill koma þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í Umhverfisdeginum. Það tóku á milli 80 og 100 manns þátt í tiltektinni sem gekk rosalega vel og var safnað mikið af rusli. Síðan var öllum boðið í grill og veitingar.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 08 2010 00:00
-
Skrifað af Super User
Nú fer að koma að því að hinn árlegi TILTEKTARDAGUR líti dagsins ljós. Ætlum við að taka til hendinni SUMARDAGINN FYRSTA 22 apríl sem er fimmtudagur eftir hálfan mánuð.
Hvetjum við alla sem eru með hesta í Herði að koma og hjálpa til við að taka til í kringum okkur og á reiðleiðunum,
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 11 2008 10:36
-
Skrifað af Super User
Verður staðsettur torginu í efra hverfinu frá klukkan 10:00 til 13:00 laugardaginn 15.mars. Athygli skal vakin á því að aðeins er heimilt að setja í hann rúlluplast. Þeir sem koma með plastið í plastpokum eða öðrum umbúðum verða að losa úr pokunum í gáminn þannig að tryggt sé að aðeins fari í hann plast utan af heyrúllum eða -böggum. Verði misbrestur á þessu er útséð um að aftur fáist slíkir gámar á svæðið.
Beitar- og umhverfisnefnd Harðar og Félag hesthúseigenda á Varmárbökkum