Hestamenn.

Félagsheimilið Breiðablik á sunnanverðu Snæfellsnesi,er til leigu fyrir hópa stóra og smáa. Tilvalin áning á ferð um Löngufjörur. Upplýsingar í síma: 4356662 og 8654222.

Breytingar á stjórn Harðar

Á aðalfundi þann 25. október síðastliðinn hættu í stjórn Berglind I Árnadóttir, Þorvarður Friðbjörnsson og Aníta Pálsdóttir en nýir í stjórn koma Jóhann Þór Jóhannesson, Halldór Guðjónsson og Ragnheiður Þórólfsdóttir.

Íslandsbankamótið á Akranesi

Keppnisfólkið í Herði stóð sig vel að vanda á íslandsbankamóti Dreyra á Akranesi nú um helgina. Sigurður Sigurðarson varð stigahæsti knapi mótsins með 393,74 stig og náði góðum árangri í öllum greinum.  Jóhanna Jónsdóttir varð bæði stigahæsti knapi í barnaflokki og í íslenskri tvíkeppni. Hér er árangur Harðarmanna í heild sinni.

Nánar...

Harðarmenn á Norðurlandamóti í hestaíþróttum í Finnlandi

Í landsliði íslands fyrir norðurlandamótið í hestaíþróttum voru meðal annara valdir Harðarmennirnir Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Einarsson og Kristján Magnússon. Að auki var liðstjórinn Harðarmaðurinn Eysteinn Leifsson. Kapparnir stóðu sig vel, Guðmundur Einarsson náði norðurlandameistaratitlum bæði í 250 m skeiði og 100 m fljúgandi skeiði.

Nánar...

Og enn heldur veislan áfram...

Þegar milliriðlum er að verða lokið á Landsmóti er staða Harðarmanna þannig að í barnaflokki er Jóhanna Jónsdóttir og Darri í 7. sæti með 8,36, í unglingaflokki er Linda Rún Pétursdóttir og Háfeti í 4. sæti með 8,41, í ungmennaflokki er Kristján Magnússon og Hrafnar í 7. sæti með 8,42.

Nánar...

Harðarmenn á Íslandsmóti

Íslandsmót í hestaíþróttum var haldið í Víðidalnum dagana 24. júlí til 28. júlí. Var góð þátttaka hjá Harðarmönnum og komu í þeirra hlut tveir íslandsmeistaratiltlar, Sigurður Sigurðarson varð íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Fölva frá Hafsteinsstöðum og Kristján Magnússon varð íslandsmeistari í tölti ungmenna á hryssunni Hlökk frá Meiritungu.

Nánar...

Árangur Harðarmanna á Landsmóti er stórkostlegur!!

Harðarmenn hafa staðið sig frábærlega það sem af er á Landsmóti og eru þó ennþá nokkur tromp eftir. Sérstaklega stóðu börnin sig vel, fjögur af þeim eru komin í milliriðil og það fimmta endaði í 22. sæti (20 komast í milliriðil) sem er virkilega vel af sér staðið. Árangurinn er eftir fyrstu tvo daga er þessi:

Nánar...