- Nánar
-
Flokkur: Annað
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 20 2004 01:58
-
Skrifað af Super User
Af nógu verður að taka hjá Herði í vetur. Fræðslunefnd Harðar (fyrir fullorðna) er að leggja lokahönd á dagskrá vetrarins og verður hún birt á heimasíðunni í vikulokinn. Haldin verða mörg námskeið fyrir vana sem óvana, reiðnámskeið, íþróttanámskeið, barrok-reiðmennskunámskeið, grunnnámskeið og fræðslufundir um tamningu og hrossarækt. Kennarar á verklegum námskeiðum verða m.a. Reynir Aðalsteinsson, Kristoff Möller, Eysteinn Leifsson og að öllum líkindum fleiri afburðakennarar. Á tamningavinnustofum verða m.a. Einar Öder Magnússon, Benedikt Þorbjörnsson, og fræsðluerindi munu flytja Björn Steinbjörnsson dyralæknir og fleiri. Reiðnámskeið hjá Reyni Aðalsteinssyni fyrir reynda knapa hefjast 29. febrúar n.k. Tekið er við skráningum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sjáið annars heimasíu Harðar en þar verður ítarleg dagskrá birt í fyllingu tímans.
F.h. fræðslunefndar Harðar, Erna Arnardóttir.