- Nánar
-
Flokkur: Annað
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 13 2004 12:00
-
Skrifað af ÆSKULÝÐSNEFND
Kæru foreldrar Harðarbarna.
Þriðjudagskvöldið 20. janúar nk. verður haldinn foreldrafundur, uppskeruhátíð og skráning á námskeið. Kvöldið byrjar kl. 19:00 á skráningu á námskeið. Athugið að ekki verður tekið við skráningu á námskeið eftir að þau byrja og það verður að borga fyrir námskeiðin við skráningu. Við tökum á móti kreditkortum og símgreiðslum. Kl. 20:00 hefst foreldrafundurinn.
Dagskrá foreldrafundar er eftirfarandi:
Dagskrá vetrarins kynnt.
Æskan og hesturinn, kynning á sýningunni og framlagi félagsins.
Uppskeruhátíð, kynntir verða besti og efnilegasti knapinn í flokki barna, unglinga og ungmenna.
Fyrirspurnir og umræður.
Kaffi og kökur í boði æskulýðsnefndar.
Við hvetjum alla áhugasama foreldra til að mæta. Meðfylgjandi er dagskrá vetrarins sem gott er að hengja upp á áberandi stað til að muna eftir einstökum uppákomum.
Munið eftir heimasíðu félagsins www.hordur.net og athugið að æskulýðsnefndin á sér síðu þar sem dagskráin er uppfærð á hverjum tíma.
Með bestu kveðju,
Æskulýðsnefnd.