- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2012 22:17
-
Skrifað af Super User
Þá er upprunninn 10.
dagur Septembermánaðar sem þýðir að fjarlægja þarf hross úr beitarhólfum sem
félagið leigir til félagsmanna. Að lokinni rýmingu hólfanna verða hólfin tekin
út af utanaðkomandi matsmanni og þeim gefin einkunn eins og venja er til. En
sem sagt síðustu forvöð að fjarlægja hrossin í dag.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 13 2012 15:40
-
Skrifað af Super User
Á það skal minnt að
samkvæmt reglugerð frá ráðuneyti stjórnaráðsins er notkun gaddavírs í og við
þéttbýli bönnuð. Rafgirðingar eru því kosturinn sem hestamenn nýta sér í auknum
mæli.
Samkvæmt tilmælum frá
bæjaryfirvöldum skal nota rafstöðvar við allar rafgirðingar í löndum
Mosfellsbæjar sem Hestamannafélagið Hörður leigir félagsmönnum sínum.
Rafgirðing án rafmagns getur fljótlega orðið haldlítil ef ekkrt er rafmagnið.
Viljum við því minna alla þá sem eru með slíkar girðingar að rafvæða hið
snarasta hafi það ekki verið gert nú þegar. Dýragæslumaður Mosfellsbæjar mun á
næstu dögum mæla girðingarnar og verða gerðar athugasemdir við þá sem ekki eru
með hlutina í lagi.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 15 2012 11:31
-
Skrifað af Super User
Von er á meiri áburði
sem verður afhentur nýjan á fimmtudag (uppstigningardag) frá kl.: 10:00
til kl.: 12:30 í reiðhöllinni.
Áburðurinn er afhentur í litlum pokum en horfið hefur verið frá því að hver og
einn moki í sína poka heldur munu tveir eða jafnvel fjórir þrælar sem
beitarnefnd tókst að útvega sjá um moksturinn. Eina sem menn þurfa að gera er
að bera pokana út í bíl og koma honum á sinn stað.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 14 2012 11:43
-
Skrifað af Super User
Áburður á
beitarhólfin verður afhentur í dag mánudaginn 14. maí frá kl. 18:00 til kl.
21:00 í reiðhöllinni. Aðeins hluti áburðar er kominn og verður annar
afhendingardagur síðar í vikunni auglýstur, þegar ljóst er hvenær hann kemur.
Sú breyting er nú á að áburðurinn er keyptur í stórum sekkjum og þurfa
leigjendur beitarhólfanna því að ausa sjálfir í poka sem félagið leggur til.
Er þetta gert til mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á áburði síðustu ár
og einnig hitt að ekki er hægt að fá viðeigandi áburðartegund fyrir beitiland í
litlum pokum.
Minnum á að aðeins skuldlausir félagar fá úthlutað hólfum. Beitargjaldið verður
innheimt í heimabanka fljótlega og þarf því ekki að vera greitt fyrir
hólfin við móttöku áburðar.
Beitarnefndin