Skráningar í félagið

Ef fólk vill skrá sig í félagið þá getur það haft samband við Álfhildi í síma 693-4566 eða sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang og síma.

Morgungjafir

Tek að mér morgungjafir í vetur á élagssvæði Harðar í Mosfellsbæ  Vinsamlegast hafið samband við Sigurð Bjarnason í síma: 5666683 eða GSM 8961152

Syngjum saman!

Nokkrar hestakonur (Olla, Erna, Vera, Stína Páls og Stína Mæja) hafa í tvö ár hist vikulega og sungið saman undir stjórn Bjarkar Jónsdóttur söngkonu. Þar sem þetta er svo æðislega gaman hefur verið ákveðið að bjóða fleiri hestakonum og örðum góðum konum úr Mosó að taka þátt í söngnum.

Nánar...

Hestur tapaðist

Brúnsokkóttur hestur tapaðist úr landi Blikastaða 18. eða 19. september. Hann er frostmerktur í bakið með stöfunum 4K522. Þeir sem eitthvað gætu vitað eitthvað um ferðir hans vinsamlega hafið samband við Gunnar Valsson í síma 893-0094

Hestamenn.

Félagsheimilið Breiðablik á sunnanverðu Snæfellsnesi,er til leigu fyrir hópa stóra og smáa. Tilvalin áning á ferð um Löngufjörur. Upplýsingar í síma: 4356662 og 8654222.

Íslandsbankamótið á Akranesi

Keppnisfólkið í Herði stóð sig vel að vanda á íslandsbankamóti Dreyra á Akranesi nú um helgina. Sigurður Sigurðarson varð stigahæsti knapi mótsins með 393,74 stig og náði góðum árangri í öllum greinum.  Jóhanna Jónsdóttir varð bæði stigahæsti knapi í barnaflokki og í íslenskri tvíkeppni. Hér er árangur Harðarmanna í heild sinni.

Nánar...

Breytingar á stjórn Harðar

Á aðalfundi þann 25. október síðastliðinn hættu í stjórn Berglind I Árnadóttir, Þorvarður Friðbjörnsson og Aníta Pálsdóttir en nýir í stjórn koma Jóhann Þór Jóhannesson, Halldór Guðjónsson og Ragnheiður Þórólfsdóttir.

Harðarmenn á Norðurlandamóti í hestaíþróttum í Finnlandi

Í landsliði íslands fyrir norðurlandamótið í hestaíþróttum voru meðal annara valdir Harðarmennirnir Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Einarsson og Kristján Magnússon. Að auki var liðstjórinn Harðarmaðurinn Eysteinn Leifsson. Kapparnir stóðu sig vel, Guðmundur Einarsson náði norðurlandameistaratitlum bæði í 250 m skeiði og 100 m fljúgandi skeiði.

Nánar...