Frjósemi stóðhesta - Fræðslufundur

Á fyrsta fræðslufundi vetrarins mun Dr. Björn Steinbjörnsson dýralæknir fjallar um frjósemi stóðhesta. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 13. febrúar n.k. í Harðrabóli og hefst kl. 20:00. Björn hefur m.a. stundað rannsóknir hérlendis á hegðun stóðhrossa og mun sýna kvikmyndir af hegðun og atferli þeirra auk þess að fjalla um niðurstöður frjósemisrannsóknar sinnar. Fræðslunefnd Harðar býður alla Harðarfélaga og gesti þeirra velkomna. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir!

Leiðréttur rekstrarreikningur

Þau leiðinlegu mistök urðu við innslátt á rekstrareikningi fyrir árið 2002 , að það láðist að færa inn afskriftir ársins. Eins og sjá má í ársskýrslunni koma þær fram á bls 9. en fórst fyrir að færa þær inn í rekstrareikninginn sjálfan. beðist er velvirðingar á þessum mistökum og getur fólk nú nálgast réttan rekstrareikning á slóðinni http://www.hordur.net/files/30.jan.xls