LANGBRÓKARMÓT!

Harðarkonur. Jæja nú er komið að hinu árlega Langbrókarmóti, við ætlum að halda mótið næstkomandi laugardag þann 6 maí stundvíslega kl. 11:00 á vellinum. Eftir mótið væri gaman ef við færum ríðandi saman til að taka á móti hestamannafélaginu Gusti en þeir koma í heimsókn til okkar þennan dag. Keppnisgreinar á Langbrókarmótinu eru þessar: LULL VÖKVATÖLT FET STÖKK Sérstök verðlaun verða fyrir flottasta hjálmskrautið. Mætum allar og höfum gaman af Kveðja Kristín Halldórsdóttir formaður kvennadeildar Harðar

Peningahlaup Harðar úrslit

Fjölmargir fræknir knapar kepptu í hinu geysimagnaða peningahlaupi Harðar mánudaginn 1. maí. Keppnin var hörkuspennandi en stóð Kristján Magnússon uppi sem sigurvegari, 50.000 kr ríkari. Sigurður Straumfjörð er efstur í stigakeppninni sem stendur en þó eru enn tvö mót eftir og því úrslit enn óráðin. Úrslit voru eftirfarandi

Nánar...

Byggingarmat

Námskeið í byggingardómum hrossa með Kristni Hugsyni sem fyrirhugað var á morgun frestast um hálfan mánuð af óviðráðanlegum ástæðum." Með kærri kveðju, Gunnlaugur

Worldfengur - frjáls aðgangur fyrir Harðarmenn

Við höfum náð samkomulagi við Worldfeng um frjálsan aðgang allra Harðarfélga að vefnum, fyrst hestamannafélaga á Íslandi. Komið verður upp tengli á hordur.is sem leiðir okkur inn á okkar svæði á Worldfeng. Í tengslum við þetta verður haldinn kynningarfundur og morgunkaffi á laugardaginn 11.mars kl.11.00, en þar mun Jón B Lorange frá Worldfeng vera með fyrirlestur og kennslu á vefinn. Verðið eins og venjulega 500 kr.fyrir fullorðna, 200 fyrir ungmenni og frítt fyrir börnin.

Fjöruferð - Löngufjörur

Skráning er nú hafin í hestaferðina á Löngufjörur sem farin verður dagana 24-26 mars. Innifalið í verði er gisting á Snorrastöðum í tvær nætur, kvöldmatur á föstudags og laugardagskvöld, bröns á laugardag og hýsing og uppihald hests. Hestaflutningur er ekki innifalinn, en koma verður í ljós hvað mörg pláss verða á kerrum félagsmanna. Verð er 6000 krónur fyrir mann og hest. Skráning er hjá Gísli Þór Ólafsson s: 861-4194 og Magnús Nílsson s: 660 2440

Fræðslufundir

Munið laugardagsfundina kl. 11.00 Verð er 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Allir velkomnir, Fræðslunefnd Harðar.

Kynbótamat-Byggingardómar

Fræðslumorgun í byggingardómum verður í Hestamiðstöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ laugardaginn 18. mars kl. 10:00-12:30. Kennari er Kristinn Hugason fyrrum landsráðunautur í hrossarækt, sem oft hefur reynst forspár við forskoðanir kynbótahrossa. Hver þátttakandi getur komið með eitt hross. Umsjón með skráningum og greiðslu hefur Gunnlaugur B. Ólafsson í síma 699-6684 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Varúð - jólatré í loftunargerðum

Okkur hefur borist eftirfarandi ábending frá félagsmanni varðandi hættu sem stafar af nöguðum jólatrjám í loftunargerðum: Ég vil koma því á framfæri að það er mjög hættulegt að setja jólatré í gerðin hjá hestunum. Í fyrra lenti ég í því að 2 jólatré voru í gerðinu hjá mér og hestarnir voru búnir að naga þau, en þá var endinn á jólatrjánum orðinn eins og oddhvass hnífur. Merin okkar stökk yfir jólatréð og það sporðreistist, stakktst á kaf í júgrið og henni var nærri blætt út. Við fórum með hana á dýraspítalann og hún fór í aðgerð sem heppaðist. En svo fór að grafa í sárinu og stóð það yfir í í 2-3 mánuði. En sem betur fer lifði hún þetta af. Ég vona bara að fleiri lendi ekki í þessu og vildi Þess vegna koma þessu á framfæri í von um að þetta verði sett á síðuna hjá Herði sem víti til varnar.