Harðarmenn á Íslandsmóti
- Nánar
- Flokkur: Annað
- Skrifað þann Mánudagur, júlí 29 2002 12:00
- Skrifað af Vefstjóri
Senn líður að Árshátíðinni okkar eins og alltaf verður hin sívinsæli annáll, brrrrrr ég bíð spennt. ÉG veit að flest allir hafa einhverja punkta um félagan endilega sendið okkur í nefndinni punkta This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Dagskrá árshátíðarinnar verður auglýst von bráðar.
Árshátíðarnefndin
Maður er nefndur Guðjón Magnússon. Guðjón sá hinn sami vinnur ekki bara ötult starf sem formaður okkar Harðarmanna heldur situr og stendur til skiptis með sveittann skallann í öllum mögulegum og ómögulegum nefndum víðsvegar um bæinn. Þar má nefna Landsmótsnefnd, Þingvallanefnd, framhaldsskólanefnd, gömludansanefnd, gítar og tónlistarnefnd og meira að segja líkamsræktarnefnd. Harðarfélagar eru þó latir í ræktinni og heyrst hefur að Guðjón og fallega konan hans séu einu Harðarmennirnir sem stunda ræktina að einhverju ráði. Guðjón fann nefnilega út að hægt væri að horfa á Bold and the beautiful á hlaupabrettinu og síðan þá hefur hann verið nær óstöðvandi.
Félagsmenn athugið Harðarból er upptekið annaðkvöld þannig að miðasalan færist í reiðhöllina miðvikudaginn 29. febrúar kl 20:00 - 21:30. Fimmtudaginn 1. mars í Harðarbóli kl 20:00 - 21:30. Munið aðeins 150 miðar í boði, fyrstir koma fyrstir fá.
Árshátíðarnefndin
Minnum á að miðasalan á árshátíðina er í kvöld þriðjudag og á morgun miðvikudag kl. 20-21 í reiðhöllinni.
Gerum okkur glaðan dag saman... og koma svo!
Hver verður karlremba Harðar í ár? Taktu þátt í að kjósa þína ...rembu.
Tryggðu þér og þínum miða tímalega, aðeins 150 miðar í boði!