Íslandsbankamótið á Akranesi

Keppnisfólkið í Herði stóð sig vel að vanda á íslandsbankamóti Dreyra á Akranesi nú um helgina. Sigurður Sigurðarson varð stigahæsti knapi mótsins með 393,74 stig og náði góðum árangri í öllum greinum.  Jóhanna Jónsdóttir varð bæði stigahæsti knapi í barnaflokki og í íslenskri tvíkeppni. Hér er árangur Harðarmanna í heild sinni.

Nánar...

Harðarmenn á Norðurlandamóti í hestaíþróttum í Finnlandi

Í landsliði íslands fyrir norðurlandamótið í hestaíþróttum voru meðal annara valdir Harðarmennirnir Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Einarsson og Kristján Magnússon. Að auki var liðstjórinn Harðarmaðurinn Eysteinn Leifsson. Kapparnir stóðu sig vel, Guðmundur Einarsson náði norðurlandameistaratitlum bæði í 250 m skeiði og 100 m fljúgandi skeiði.

Nánar...

Harðarmenn á Íslandsmóti

Íslandsmót í hestaíþróttum var haldið í Víðidalnum dagana 24. júlí til 28. júlí. Var góð þátttaka hjá Harðarmönnum og komu í þeirra hlut tveir íslandsmeistaratiltlar, Sigurður Sigurðarson varð íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Fölva frá Hafsteinsstöðum og Kristján Magnússon varð íslandsmeistari í tölti ungmenna á hryssunni Hlökk frá Meiritungu.

Nánar...

Og enn heldur veislan áfram...

Þegar milliriðlum er að verða lokið á Landsmóti er staða Harðarmanna þannig að í barnaflokki er Jóhanna Jónsdóttir og Darri í 7. sæti með 8,36, í unglingaflokki er Linda Rún Pétursdóttir og Háfeti í 4. sæti með 8,41, í ungmennaflokki er Kristján Magnússon og Hrafnar í 7. sæti með 8,42.

Nánar...

Árangur Harðarmanna á Landsmóti er stórkostlegur!!

Harðarmenn hafa staðið sig frábærlega það sem af er á Landsmóti og eru þó ennþá nokkur tromp eftir. Sérstaklega stóðu börnin sig vel, fjögur af þeim eru komin í milliriðil og það fimmta endaði í 22. sæti (20 komast í milliriðil) sem er virkilega vel af sér staðið. Árangurinn er eftir fyrstu tvo daga er þessi:

Nánar...

Miðasala á árshátíð

Félagsmenn athugið Harðarból er upptekið annaðkvöld þannig að miðasalan færist í reiðhöllina  miðvikudaginn 29. febrúar kl 20:00 - 21:30. Fimmtudaginn 1. mars í Harðarbóli kl 20:00 - 21:30. Munið aðeins 150 miðar í boði, fyrstir koma fyrstir fá.

 

Árshátíðarnefndin

Fjölskyldureiðtúr um Kjósina

Ekki missa af góðum fjölskyldudegi sunnudaginn 2.mai. Allir velkomnir, ungir sem aldnir í góðan reiðtúr um Kjósina. Grill og gaman. Sjá nánar hér á síðunni til vinstri. Hlökkum til að sjá ykkur! Æskulýðsnefndin.

Árshátíð Harðar 2012

Senn líður að Árshátíðinni okkarKiss eins og alltaf verður hin sívinsæli annáll, brrrrrr ég bíð spennt. ÉG veit að flest allir hafa einhverja punkta um félagan Embarassed endilega sendið okkur í nefndinni punkta This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Dagskrá árshátíðarinnar verður auglýst von bráðar.

ÁrshátíðarnefndinInnocent