Kynjareið
- Nánar
- Flokkur: Ferðanefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, maí 27 2003 05:38
- Skrifað af Ferðanefnd
Ágætu Harðarfélagar og hesthúseigendur
Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum. Við ætlum að mæta kl 10:00 á sumardaginn fyrsta ( 19. apríl ) við reiðhöllina. Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu. Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur. Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið. Grillað verður svo fyrir tiltektarfólk fyrir utan reiðhöllina að verki loknu.
Umhverfisnefnd.
Við félagsmenn ætlum að lyfta okkur upp og grila saman á föstudagskvöldið kl 7 á tjaldsvæði Harðarmanna. hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og efla félagsandann. Ætlar Makkerinn að sýna hvað í honum býr og sjá til þess að enginn fari hungraður aftur í brekkuna.
Kv. Grillflokkurinn !