Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi. Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi.

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Föstudaginn 5. apríl ætla hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Valin hesthús verða opin fyrir áhugasama og hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.

Öll hestamannafélögin verða með sömu dagskrá á sama tíma.

17:00 - 19:00 Opin hesthús (valin og merkt með blöðrum). Teymingar í reiðhöllum félaganna

18:00 Börn og unglingar sýna atriði

Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 6. apríl og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum. Kl. 13:00-16:00 – Dagskrá í Húsdýragarðinum – teymt undir börnum, fræðsla um hestinn, heitjárning sýnd, byggingadómar. Hestar fléttaðir og fleira skemmtilegt.
FRÍTT INN ALLAN DAGINN

Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: „Ístölt – þeir allra sterkustu".

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni. Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 7.apríl. Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.

Dagskrá hestadaga má finna inn á www.lhhestar.is

Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!

 

Hestadagar í Reykjavík 2013

Dagskrá

Fimmtudagur 4. apríl

Kl. 16:00 – Setningarathöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Borgarstjóri Reykjavíkur kemur í hestvagni að ráðhúsinu ásamt fríðu föruneyti og setur hátíðina.
Allir velkomnir, léttar veitingar í boði.

Föstudagur 5. apríl

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða heim!

Föstudaginn 5. apríl ætla hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Valin hesthús verða opin fyrir áhugasama og hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.

Öll hestamannafélögin verða með sömu dagskrá á sama tíma.

17:00 - 19:00

Opin hesthús (valin og merkt með blöðrum) Teymingar í reiðhöllum félaganna

18:00 Börn og unglingar sýna atriði

Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.

Laugardagur 6. apríl

Kl. 13:00-16:00 – Dagskrá í Húsdýragarðinum – teymt undir börnum, fræðsla um hestinn, heitjárning sýnd, byggingadómar. Hestar fléttaðir og fleira skemmtilegt.
FRÍTT INN ALLAN DAGINN

Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.

Kl. 20:00 – Ístölt þeirra allra sterkustu í Skautahöllinni í Laugardal

Sunnudagur 7. apríl

Æskan & hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal kl. 13:00 og 16:00

Þakkir til Lífstölts nefndarinnar

Kæra Lífstöltsnefnd, mig langar að þakka ykkur fyrir ykkar frábæra framtak varðandi Lífstöltið. Allt var framúrskarandi varðandi mótið og þetta er svo sannanlega komið til að vera. Langar að segja ykkur að í dag hitti ég Sigga Ævars. sem var að dæma í gær og hefur hann nú dæmt nokkur mótin. Hann var svo yfir sig ánægður og sagðist vera tilbúinn að koma og dæma alltaf á þessu móti svo framalega að hann væri á landinu og lifandi, gaman að heyra svona sögur. Takk enn og aftur. Kveðja Jóna Dís

Viðurkenningar fyrir frábæran árangur á keppnisárinu 2012

Í kvöld fór fram kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar í Íþróttahúsinu að Varmá.  Margir fengu viðurkenningar og þar á meðal fimm Harðarfélagar.

Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefndur sem Hestaíþróttamaður Harðar 2012.

Lilja Ósk Alexandersdóttir fékk viðurkenningu fyrir að vera tilnefnd sem Hestaíþróttakona Harðar 2012. 

Reynir Örn Pálmason fékk viðurkenningu fyrir að vera í landsliði Íslands í Hestaíþróttum á Norðurlandamóti í Svíþjóð 2012.

Anton Hugi Kjartansson og Súsanna Katarína Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu sem efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri. 

Harpa Sigríður Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í fimi unglinga.

Óskum við Harðarfélagar þeim innilega til hamingju og velfarnaðar á komandi ár.