Heimsendaferð

Jæja stelpur þá er komið að HEIMSENDAFERÐ... Við í kvennadeild Harðar ætlum að ríða saman í Heimsenda.. Það á að leggja af stað frá Gýmishúsinu kl.11.00 á laugardagsmorgun 1.Apríl ( og þetta er ekki aprílgabb )...

Nánar...

Hæ stelpur!

Nú ætlar kvennadeildin að fara upp í Laxnes á föstudaginn 17.mars, að sjálfsögðu ríðandi. Við ætlum að hittast við Gýmishúsið kl 18:00 og fara af stað eigi síðar en 18:15. Heitt á könnunni frá kl 17:30 Stelpur, stelpur, stöndum saman og mætum núna. Kveðja Kristín,Ragnhildur og Guðbjörg

Hæ stelpur !!! og takk fyrir síðast...

Jæja þá er komið að fyrsta reiðtúrnum okkar. Næsta föstudag 17 febrúar kl. 18.00 ætlum við að ríða saman í átt að Grafarvogi, að hestagerðinu. Við ætlum að ríða rólega þannig að allar geti komið með, bæði vanar og óvanar..... Lagt verður af stað frá Gýmishúsinu kl.18.00 en húsið opnar kl 17.00 Heitt kaffi á könnunni, en aðrar veigar takið þið sjálfar með ykkur. Mætum sem flestar og muna að láta aðrar hestakonur vita. HLÖKKUM TIL ÞESS AÐ HITTA YKKUR !!!!!!! KRISTÍN, GUÐBJÖRG OG RAGNHILDUR

Kvennadeild - kvennareið

Sælar Harðarkonur. Nú höfum við fært kvennreiðina yfir á föstudaga. Næsta kvennareið verður föstudaginn 16. apríl. Við leggjum af stað frá naflanum kl. 19:00 (eða korter yfir) og ríðum upp í Laxnes. Þar verður seldur kaldur bjór og á dagskránni er að ræða fyrirhugað kvennamót sem haldið verður hér í Herði í maí. Mætum nú allar og tökum vinkonur með.

Harðarkonur!

Jæja þá er komið að því !!!!! Við ætlum að hittast í Gýmishúsinu Flugubakka 3, kl: 18:00 föstudaginn 3. feb. Nú skulum við vera samtaka og mæta allar sem geta, frá klukkan 18:00 – 21:00 og kannski fara saman eitthvað ef stemmning er fyrir því, til dæmis Áslák eða bara heim. Þetta er góður vettvangur til þess að plana vetrardagskrá okkar. Boðið verður upp á snakk, en þið mætið með drykki með ykkur. Ef einhver ykkar spilar á gítar eða annað hljóðfæri þá endilega að taka það með, Bara að mæta með góða skapið. P.S Í öllum hestamannafélögum er kvennadeildin mjög virk og eigum við ekki líka að hafa það þannig í Herði? Ef ykkur vantar meiri upplýsingar þá endilega hafið samband við formann kvennadeildar, Krístínu Halldórsdóttur í síma 660-1466.

Hallgerður Langbrók auglýsir

Enn gefst tækifæri á að tilnefna Langbrók ársins 2003. Tilnefningunni fylgi greinargóður rökstuðningur. Tilnefningar skilst inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Langbrók ársins er kona í hestamannafélaginu Herði sem hefur skarað fram úr á árinu 2003. Hvort heldur sem er á sviði félagsmála, tamninga, keppni eða hverju öðru því sem við kemur hestamennskunni. Langbrók ársins verður kynnt á kvennakvöldinu 15. maí nk.