Útleiga beitarhólfa

Umsóknir um beit á vegum Harðar skal skila til Valdimars Kristinssonar að Skuggabakka 6 eða Víðiteig 14. Einnig er hægt að skila inn umsóknum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Mikilvægt er að allir þeir sem áhuga hafa á að fá beit hjá félaginu sæki um. Með því móti er hægt að sjá með skýrum hætti hver þörfin er. Rétt til beitar hafa allir skuldlausir félagsmenn Harðar. Þó með þeim fyrirvara að fellt verði út ákvæði í samningi milli Mosfellsbæjar og Harðar þar sem kveðið er á um að aðeins sé heimilt að veita þeim félögum beit sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ. Hvað skuldleysi viðkemur þá er átt við félagsgjöld, gjöld til hesthúseigendadeildar, skráninggjöld á mótum félagsins og eldri beitargjöld. Umsóknafrestur er til 12. maí.