Hagabeit á vegum Harðar

Félagsmenn Harðar geta sótt um hagabeit til Beitar- og umhverfisnefndar félagsins. Umsóknir sendist á vakri@mbl,is þar sem kemur fram hvenær umsækjandi geti tekið vaktir. Sú kvöð fylgir beit hjá félaginu að taka vörsluvakt en samkvæmt samningi við Mosfellsbæ sér félagið um vakt vegna lausra hesta í bæjarfélaginu frá 17:00 til 8:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar á tímbilinu frá 10. júní til 10. september n.k. Umsóknir og úthlutun fer eingöngu fram á netinu.