Íþróttamaður/kona Mosfellsbæjar 2012

Kæru félagar. Senn líður að kjöri íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar og því auglýsir stjórn Harðar eftir árangri Harðarmanna og kvenna á keppnisvellinum á árinu 2012 í fullorðinsflokkum. Vinsamlegast sendið upplýsingarnar annað hvort á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kær kveðja

Jóna Dís Bragadóttir

Formaður

Dagskrá formannsfrúarreiðinnar 2012

 

1.       (Föstudagur 25. maí:  Hestum og reiðtygum komið á Skógarhóla)

2.       Laugardagur 26. maí:   Kjarngóður morgunverður í Harðarbóli kl. 07.15, og hver smyr nesti  fyrir sig til  dagsins.  Hver sér um sín drykkjarföng

3.        Kl. 8.00, keyrt  á Skógarhóla.  Smalað úr haganum og gert klárt.

4.       Kl. 09.30 hestaskál í boði Formanns

5.       KL. 10.00 Stigið á bak og haldið af stað.

6.        Í Kjósaskarði  verður lengsta áningin.  Þar bíður okkar hressing,  kaffi, kakó, vatn og þessháttar.  Kerra verður á staðnum.  Það er upplagt fyrir þær konur sem ætla að ríða helminginn að koma inn hérna.

7.       Síðasta stopp er í Viðiodda, þar sem við þéttum hópinn og komum í hús saman með LILLU í broddi fylkingar.

8.       Svo er að ganga frá hestum gefa og hlúa að þeim.

9.       Mætum svo beint  í Harðarból (í ferðagallanum,  EKKI FARA HEIM OG PUNTA SIG).  Þar skálum við fyrir okkur sjálfum og öllum sem lögðu okkur lið við að láta ferðina ganga vel.  Síðan er  VEISLA AÐ HÆTTI GUNNU Í DALSGARÐI. 

10.   Matseðillinn hljómar svona:  Lamba prime með ofnbökuðu rótargrænmeti og sætum karteflum, salat og sósa. Í eftirrétt er:  Frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum frá Gísla í Dalsgarði og kaffi.  Hver kemur með sinn borðdrykk eftir smekk.  Undir borðum verður svo verðlaunaafhending og samsöngur, Guðjón og Hákon ætla að spila og syngja með og fyrir okkur. Síðan er gleð fram eftiri eins og hvern lystir.

Kær kveðja Anna Björk

Ferðapunktar fyrir formannsfrúarreiðina 2012

Seinnipart á föstudeginum 25. maí, verður búið að útbúa haga með rúllum og vatni fyrir hesta á Skógarhólum ef einhverjar vilja.  Hver kona sér um að koma sínum hestum á staðinn.  Ef einhverjar  eru í vandræðum með kerrupláss verður flutningabíll til taks á laugardagsmorguninn.  Hann verður í Naflanum kl. 07.00, þá þarð að fara fyrst með hestana á bílinn svo koma í morgunmat. ÖLL reyðtygi NEMA HNAKKTASKA fara í kerrur eða flutningabílinn svo við komumst í sem fæsta bíla á laugardeginum.  Hnakktöskuna tökum við með í morgunmatinn í Harðarbóli og fyllum af nesti.

Nánar...

Gustreið

 

dsc00871

 

Farið verður í Gust í Kópavogi  laugardaginn 2. maí.Lagt af stað kl. 12.30 frá Naflanum.Riðið verður með ströndinni um Korpúlfsstaði Í Víðidal og þaðan í Kópavog. Fjölmennið í lokaferð  - ? -  í gamla Gust Ferðanefndin

 

 

 

Umsókn um beit hjá Herði

{chronocontact}Beit{/chronocontact}

Reglur um beitarhólfin

Beitartími er 10. júní til 10. september.

Sveltihólf óheimil.

Randbeit heimil til 20. ágúst ár hvert.

Skulu hross vera farin úr hólfinu eigi síðar en næstu helgi eftir 10. september beri 10. upp á virkan dag.

Endurleiga á beit til þriðja aðila er stranglega bönnuð.

Öll hross sem eru í beit á vegum Harðar í landi Mosfellsbæjar eru alfarið á ábyrgð eigenda eða umsjónarmanna. Eru þeir eindregið hvattir til að ábyrgðartryggja hrossin sem í hólfunum eru.

Til að hljóta úthlutun þurfa umsækjendur að vera skuldlausir félagar í Hestamannafélaginu Herði.

Leigjendur skulu sjá um allt viðhald girðinga á eigin reikning og allt efni sem þeir leggja til er þeirra eign og geta tekið það þegar leigu á viðkomandi hólfi lýkur. Ef nýr leigjandi kemur í annars stað geta þeir samið sín á milli um andvirði girðingar. Leigutaki sjái um að halda beitarhólfinu hreinu og snyrtilegu og týni allt fjúkandi rusl og mælst er til að menn slóðadragi þar sem því verður komið við. Slíkt eykur notagildi hagans að ári.

Girða skal með sléttum rafmagnsvír og skulu horn- og aðrir burðarstaurar nægilega öflugir til að bera girðinguna. Bent skal á að notkun gaddavírs er óheimil í og við þéttbýli. Leigutaki hirðir allt lauslegt í lok beitartímans s.s. léttan plast streng og plast staura, vatnsdalla o.þ.h.

Fákur í heimsókn

thumb_picture_057    Fákur kemur í heimsókn til okkar föstudaginn 1. maí. Fjölmennum í hópreið og tökum á móti Fáksmönnum.Lagt af stað kl. 13.30 frá Naflanum.Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu.

Fararstjóri Lilla

 

Kæru félagsmenn!

Það hefur verið mikið að gerast hjá okkur í félaginu að undanförnu og sennilega hægt að segja að eitthvað hafi verið í boði fyrir alla. Mótahald hefur verið líflegt, ferðanefnd hefur staðið fyrir vinsælum ferðum og Fjölskyldudagur og Umhverfisdagur vel sóttar og skemmtilegar uppákomur.

Nánar...

Langbrókarmótið laugardaginn 15. maí sl.

Lokaða WR (wild ranking) Langbrókarmótið . Laugardaginn 15. maí sl. var haldið WR (wild ranking) mót á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Mótið var vel sótt og alls voru uþb. 50 skráningar. Mótið þótti takast með eindæmum vel, góð stemming var hjá knöpum og höfðu þeir dregið upp úr pússi sínu sína allra bestu gæðinga.

Nánar...