Fákur kom í heimsókn

Fáksarar komu í heimsókn til okkar Harðarmanna í dag og heyrðum við því fleygt að ekki hafa mætt svona margir síðan að kaffið var í Hlégarði í gamla daga. Brokkkórinn kom og söng nokkur lög við miklar vinsældir og frábærar undirtekktir, þökkum við þeim snilldar kór fyrir sönginn og vonumst við til að heyra í þeim aftur að ári. Við viljum þakka öllum þeim sem komu með kökur og góðgæti. Sérstakar þakkir til þeirra sem stóðu vaktina í eldhúsinu. Aldrei klikkar kvennadeild Harðar sem er orðin með þeim öflugri á landinu,  ÞREFALT HÚRRA FYRIR ÞEIM.

 

Stjórn kvennadeildarinnar.

Kvennadeildin

Mig langar að koma upp hringilista fyrir kvennadeildina, eða mail lista þannig að hægt sé að senda á allar þær konur upplýsingar sem hafa áhuga á að vinna á viðburðum félagsins. Sendið mér endilega tölvupóst sem myndu vilja vera tilkippilegar. Eins fer að koma að 1. maí kaffinu okkar góða sem og kirkjukaffinu gott væri ef þið gætuð styrkt félagið í þeim viðburum. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hómfríður formaður kvennadeildarinnar

Kvennareiðtúrinn í kvöld

Enginn er verri þó hann vökni Wink hugmyndin er að fara nesið og við verðum aldrei meira en klst. í túrnum.

Sjáumst í kvöld og allir að mæta með eitthvað gott á grillið. Við gerum salat og örugglega sósu.

Kvennadeildin

Stóri dagurinn

Jæja þá er komið að því, fyrsti reiðtúrinn hjá kvennadeildinni verður miðvikudaginn 7 mars kl 18:00. Lagt verður af stað úr naflanum. Sjáumst hressar og kátar eins og alltaf kæru konur.

 

Kvennadeildin

Kvennadeildin kallar á kátar konur:-) og karla:-)

Ný kvennadeild hefur nú hafið störf. Í henni eru; Hólmfríður Ólafsdóttir (formaður), Ragna Rós, Berglind, Þórhildur og Ragnhildur. Við þökkum fyrri nefnd fyrir frábær störf og veitingar undanfarin misseri og vonumst til að halda upp merkjum kvennadeildar með sama myndarbrag og þær.

Hörður er öflugt félag og með marga ferða- og íþróttaviðburði á sínum snærum. Hlutverk kvennadeildar er að sjá til þess að engir svangir né þyrstir vafri um á þessum uppákomum:-) Til að þetta megi ganga sem allra best köllum við nú til fundar þann 9. febrúar klukkan 19:30 í Harðarbóli. Við bjóðum velkomna alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt í gleðinni í eldhúsinu með okkur og vilja hafa eitthvað um það að segja hvað hér er boðið uppá :-) Eins munum við kynna vetrardagskrána, s.s. kvennareiðtúrana og fleira.

Kær kveðja,

Stjórn kvennadeildar

Ferð til Gustskvenna

Harðar - konur

vikulegi reiðtúrinn okkar verður með óhefbundnu sniði þessa vikuna.

Hin árlega ferð til Gustskvenna.

Gustkonur taka á móti konum úr nágrannahestamannafélögum föstudaginn 29. apríl nk. Lagt er af stað frá Gusti kl. 18.15 og glæsisveinar bjóða upp á hressingu við Vífilstaðavatn kl. 19. Í Glaðheimum borðum við saman og skemmtum okkur. Aðgangur er 1.500 kr.

Til að auðvelda okkur  Harðar - konum að geta tekið þátt í fjörinu ætlar hestaflutningabíll að koma að sækja hestana okkar og koma þeim til baka líka.  Verð á pr. hest er 1.500 kr.

Bíllinn leggur af stað frá Naflanum kl. 17. og keyrir hestana inní Gust. Þegar við komum til baka úr reiðtúrnum tekur hann hestana til baka, en við förum inn og borðum og skemmtum okkur.  Það verður hver og ein að sjá um að einhver taki á móti sínum hesti þegar bíllinn kemur heim aftur.

Verðið fyrir flutninginn fram og til baka er kr. 1.500.  Lágmarksfjöldi þátttakanda er 10.

Þær sem ætla að koma með vinsamlegast leggið inn 1.500 kr. á reikning 0101-26-741026 kt. 180667-5209 og sendið póst með staðfestingu greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 20 n.k. fimmtudag.

Síðast var rosa-gaman. 

Stjórnin

Formannsfrúarreið

Nú fer að líða að skráningu í Formannsfrúarreiðina, sem verður 21. maí, en eins og kunnugt er á að keyra hesta og hestakonur á Þingvöll og ríða þaðan í Hörð, en þar verður tekið á móti okkur með veislu í Harðarbóli. Stefnum á að skráningu hefjist innan fárra daga og ljúki 13. maí, síðan ætlum við að halda kynningarfund ca. 16. eða 17. maí, þar sem verður farið yfir alla ferðaáætlu osfrv. Áætlaður kostnaður er um 8.000.- , innifalið í því er morgunverður og nesti í ferðina, ekki drykkir, kerruferð fyrir hesta og reiðmann á Skógarhóla einnig trúss og hugsanlegar járningar ef dettur undan á leiðinni eða eitthvað óvænt kemur uppá, og síðast en ekkí síst, kvöldverður að hættu Gunnu í Dalsgarði í Harðarbóli í ferðalok, Guðjón formaður og Hákon ætla að spila á gítar og syngja fyrir- og með okkur fram á nótt.  Ferðin verður undir öruggri stjórn Lillu. Fylgist með hér á síðunni eða facebook þar sem birt verður  hvar og hvenær á að skrá sig.  KOM SVO HARÐARKONUR FJÖLMENNUM Í ÞESSA FRÁBÆRU FERÐ

Harðarkonur

Langbrókarreið og mót

Langbrókarreið föstudaginn 8. apríl

Kvennadeildin ákvað að aflýsa Langbrókarmóti og halda frekar Langbrókarreið  föstudaginn 8. apríl sem er skipulögð á þennan hátt:

  • Mæting í Naflann okkar kl. 18:30 með skreytta reiðhjálma
  • Lagt af stað  í Varmadal í síðasta lagi 18:40
  • Í Varmadal bíða okkar léttar veitingar á þjóðlegan hátt
  • Höldum keppni í bjórreið á skeiðvelli Varmadals. Keppt... verður uim hver hefur mest í könnunni. ATH ekki kappreið.
  • Verðlaun veitt fyrir flottasta/frumlegasta hatta/hjálma skrautið og bjórreið
  • Farið til baka - að verðlaunaafhendingu lokinni - ekki ákveðið hvenær það verður - fer eftir þáttöku
  • Þegar heim er komið þá er Diskó kúlan í Gýmishúsinu á fullum snúningi og Zumba upp á borðum
  • Gleði og glaumur skulu höfð með og vel nýtt

Nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku annað hvort á hópasíðunni okkar á facebook Harðar-konur eða senda netpóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 19:00 fimmtudaginn 7. apríl.

Ferðin verður ekki farin ef ekki næst sæmileg þáttaka.

Vonumst til að sjá sem flestar,

Kveðja

Stjórnin

Bakkelsi óskast

Kæru Harðarfélagar,

nú er mál að rífa upp þeytarann og hræra nokkrar kökur því n.k. laugardag 30. apríl tökum við vel á móti Fáks mönnum og konum með flottum veitingum. Til þess að geta tekið eins vel á móti þeim og okkur var tekið þurfum við kvennadeildin hjálp við að reiða fram kökur og brauð. Einnig væri gott að fá nokkra sjálfboðaliða í eldhúsið við að dekka borð, laga kaffi ofl.- alltaf fjör í eldhúsinu. Hver býður sig fram ?

f.h. stjórnar kvennadeildar,

Helga Margrét Jóhannsdóttir

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvennareið Harðar í Gunnunes

Gaman á grænu (ljósm. Bjarni Guðmundsson) N.k. laugardag 15.maí ætlum við að fara í okkar árlega reiðtúr út í Gunnunes.  Eins og í fyrra ríðum við yfir fjörurnar og út í Gunnunes, þar sem við áum og tökum lagið og höfum gaman af.  Fararstjóri verður Lilla.

Lagt af stað frá Naflanum kl. 12.45. 

Kvennadeild Harðar