Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur 6.apríl n.k.

Eitt af skemmtilegustu atriðunum á Hestadögum í Reykjavík er skrúðreiðin niður við Tjörnina í Reykjavík, en hún verður laugardaginn 6. apríl n.k. Ragna Rós Bjarkadóttir heldur utan um Harðarhópinn. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þar þarf að koma fram nafn, símarnúmer og hvort það er laust pláss í hestakerru eða hvort það vanti far. Æskilegt er að knapar séu snyrtilega klæddir (í félagsbúningu, jakka merktum Herði, lopapeysum eða öðrum fallegum reiðfatnaði)

Dagskrá Skrúðreiðar (mæting um 12:30)

Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.