Harðarfélagar bjóða heim í tilefni Hestadaga í Reykjavík

5. apríl – Reiðhöll Harðar opin  kl. 17.00 – 19.00

Þau hesthús Harðarfélaga sem eru opin og eru merkt með blöðrum

Kjötsúpa – kaffi – svali í Reiðhöll Harðar

Kl. 17.00  – 18.00  - Teymt undir krökkum

Kl. 18.00 – Harðarkrakkar sýna listir sínar.

Mosfellingar og aðrir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemi sem fram fer í Hestamannafélaginu Herði, fá sér kjötsúpu, leyfa börnunum að fara á hestbak og horfa á frábæra sýningu hjá Harðarkrökkum.