Sumarbeit hjá Herði

dsc00865 Að venju stendur skuldlausum félagsmönnum Harðar til boða sumarbeit í Mosfellsbæ. Umsóknareyðublöð verður fljótlega hægt að nálgast á heimasíðu félagsins og skal skila þeim útfylltum til formanns Beitarnefndar fyrir 25. apríl n.k. Með undirskrift lýsir viðkomandi sig reiðubúinn til að undirgangast þær reglur sem í gildi eru um beitarhólfin.Hægt er að koma fyrirspurnum á framfæri á vakri @ mbl.is og eins er hægt að setja sig í samband við einhvern nefndarmanna (sjá heimasíðu Harðar)Stefnt er að því að úthlutun verði lokið fyrir 10. maí n.k. og geti væntanlegir leigjendur komið og greitt beitargjöldin og fengið áburð í Harðarbóli. (Verður auglýst síðar.)  Beitarnefnd Harðar