Árlegt íþróttamót Dreyra er nú haldið í sameiningu við Harðarmenn dagana
18-21 ágúst. Mótið verður haldið í Mosfellsbæ. Keppt er í Opnum flokk, áhugamannaflokk, ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk í öllum hefðbundum keppnisgreinum ef næg þátttaka verður.
Tekið verður á móti skráningum mánudagskvöldið 15.ágúst milli klukkan 20:00 og 22:00 í síma:
868-7606 (Karen), 663-4574 (Ása), 860-9794 (Svandís) og 867-1668 (Kristín).
Einnig er hægt að senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráningargjald á hverja keppnisgrein er 3500 krónur.
42 þúsund krónu þak á hverja fjölskyldu. (Foreldrar + börn).
Það sem þarf að koma fram þegar skráð er:
Nafn og kennitala knapa.
IS númer og nafn hests.
Flokkur, keppnisgrein og upp á hvaða hönd á að keppa.
Símanúmer knapa.
Skráningargjald greiðist inn á reikningur:0552-14-601933 og Kt:450382-0359.
Nafn knapa sem borgað er fyrir sett sem skýring og kvittun send á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráningar gjald greiðist í síðasta lagi fyrir klukkan 21:00 þriðjudagskvöldið 16.ágúst, hafi viðkomandi ekki greitt fyrir þann tíma verður hann ekki skráður á mótið.