Ferðapunktar fyrir formannsfrúarreiðina 2012

Seinnipart á föstudeginum 25. maí, verður búið að útbúa haga með rúllum og vatni fyrir hesta á Skógarhólum ef einhverjar vilja.  Hver kona sér um að koma sínum hestum á staðinn.  Ef einhverjar  eru í vandræðum með kerrupláss verður flutningabíll til taks á laugardagsmorguninn.  Hann verður í Naflanum kl. 07.00, þá þarð að fara fyrst með hestana á bílinn svo koma í morgunmat. ÖLL reyðtygi NEMA HNAKKTASKA fara í kerrur eða flutningabílinn svo við komumst í sem fæsta bíla á laugardeginum.  Hnakktöskuna tökum við með í morgunmatinn í Harðarbóli og fyllum af nesti.

Hér eru helstu atriði sem þarf að athuga vel fyrir ferðina

ATHUGA VEL JÁRNINGAR Á HESTUM

Það er gott að gefa hestunum vel að éta kvöldinu áður og snemma að morgni ferðadags (5-6 um morguninn) svo þeir séu vel étnir því það er engin beit á leiðinni.  Áður en konur mæta í morgunverð í Harðarbóli kl. 7.15, HAFA HNAKKTÖSKUNA MEÐ,  þar smyrjum við okkur nesti af morgunverðarborðinu. KLÆÐA SIG SKYNSAMLEGA. Við erum allar útivistarkonur og kunnum að klæða okkur eftir veðrinu, sem getur verið ansi fjölbreytt yfir einn dag, en mig langar að að fara yfir það helsta:  Hlý ullarnærföt, lopapeysan okkar,  húfa undir hjálminn, hlýir vettlingar og auka til skiptanna af það blotnar jafnvel auka sokka,  góð úlpa og skálmar,  regngalli, varasalvi f. konu og hest, hestanammi til að gefa besta vininum okkar á áningastað, SECOND SKIN getur komið sér vel.  Það sem þarf að vera í   hnakktöskunni er gott nesti, megrun og mataraðhald á ekki við á ferðadag, við þurfum orku, vatnsflaska, baggabönd, skeifa, wc pappír og lítill peli með einhverju sem hlýjar ef okkur verður kalt. 

Það er mikilvægt að hver kona hugsi fyrir öllu sem hún þarf fyrir ferðina og sé sjálfbær.  Eins og við töluðum um á fundinum er Lilla fararstjóri og stjórnar reiðinni, ríður fremst og við fylgjum 3-4 hestlengdum á eftir henni.  Hún ræður hvar er áð og hvað lengi.  Þegar við áum er mikilvægt að huga strax að hesti og reiðtygjum, pissa, borða og gera klárt það sem þarf að laga áður en lagt er af stað , og í næst legg, slappa svo af, þangað til Lilla kallar JÆJA, því næsta kall verður HNAKKUR, þá þurfa allar konur að stíga á bak, það er frekar tillitslaust að láta 30 mannas bíða eftir sér.  Þetta er allt okkur til þæginda svo við komum til baka á þokkalegum tíma því leiðin er um 39.5 km og við viljum ekki vera lengur en 6-8 tíma. Ég vona að ég hafi ekki gleymt einhverju mikilvægu ef svo er endilega láti mig vita.  Ég ætla að setja inn ferðahnitin frá Lillu hér fyrir neðan.

Ég hlakka mikið til að fara þessa leið með ykkur öllum, GÓÐA FERÐ ;-)  KOMUM HEILA OG GLAÐAR HEIM

 

Bestu kveðjur, Anna Björk, 894-5103

 

Skógarhólar               Brúsastaðir       5.2 km         AÐRAR LEIÐIR TIL VIÐMIÐUNAR:

Brúsastaðir                Einiberjaflöt      3.2 km         Blikastaðahringur          6.6 km

Einiberjaflöt               Selkot               3.8 km         Flugvallahringur            3.5 km

Selkot                       Kjósaskarð        5.9 km          Hörður-Laxnes-Hörðu 13.0 km

Kjósaskarð                  Stardalur         5.0 km         Mosefllsdalur hringur   14.0 km 

Stardalur                   Skeggjastaðir    4.3 km          Hörður-Fákur um

Skeggjastaðir             Víðioddi            5.8 km         Korpúlfst-Hörður         25.6 km

Víðioddi                     Hörður              3.0 km