Gamlársdagsreið í Varmadal
- Nánar
- Flokkur: Formaður
- Skrifað þann Mánudagur, desember 31 2012 17:05
- Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar.
Stjórn og rekstrarstjóri Harðar óskar öllum Harðarfélögum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Jólakveðja
Fyrir hönd stjórnar
Jóna Dís Bragadóttir og Ragna Rós Bjarkadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Þau heiðurshjón Haddý og Nonni í Varmadal bjóða okkur Harðarfélögum að sækja þau heim á gamlársdag. Lagt verður af stað úr naflanum kl 12:00 og heim um 15:30. Léttar veitingar verða í boði.
Jóna Dís
Formaður
Kæru félagar.
Stjórnin mun hitta allar nefndir félagsins þann fimmtudaginn 10. janúar 2013, formaður mun hafa samband við formenn nefndanna varðandi tímasetningu þann daginn.
Nefndarkvöld verður haldið í Harðarbóli þann 11. janúar 2013 kl:19:00. Þangað er boðið þeim nefndarmönnum sem munu starfa fyrir félagið næsta árið. Að venju munum við borða saman góðan mat og eiga notalega stund saman.
Kær kveðja
Jóna Dís Bragadóttir
Formaður.
Seinnipart á föstudeginum 25. maí, verður búið að útbúa haga með rúllum og vatni fyrir hesta á Skógarhólum ef einhverjar vilja. Hver kona sér um að koma sínum hestum á staðinn. Ef einhverjar eru í vandræðum með kerrupláss verður flutningabíll til taks á laugardagsmorguninn. Hann verður í Naflanum kl. 07.00, þá þarð að fara fyrst með hestana á bílinn svo koma í morgunmat. ÖLL reyðtygi NEMA HNAKKTASKA fara í kerrur eða flutningabílinn svo við komumst í sem fæsta bíla á laugardeginum. Hnakktöskuna tökum við með í morgunmatinn í Harðarbóli og fyllum af nesti.
Kæru félagar. Senn líður að kjöri íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar og því auglýsir stjórn Harðar eftir árangri Harðarmanna og kvenna á keppnisvellinum á árinu 2012 í fullorðinsflokkum. Vinsamlegast sendið upplýsingarnar annað hvort á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kær kveðja
Jóna Dís Bragadóttir
Formaður
1. (Föstudagur 25. maí: Hestum og reiðtygum komið á Skógarhóla)
2. Laugardagur 26. maí: Kjarngóður morgunverður í Harðarbóli kl. 07.15, og hver smyr nesti fyrir sig til dagsins. Hver sér um sín drykkjarföng
3. Kl. 8.00, keyrt á Skógarhóla. Smalað úr haganum og gert klárt.
4. Kl. 09.30 hestaskál í boði Formanns
5. KL. 10.00 Stigið á bak og haldið af stað.
6. Í Kjósaskarði verður lengsta áningin. Þar bíður okkar hressing, kaffi, kakó, vatn og þessháttar. Kerra verður á staðnum. Það er upplagt fyrir þær konur sem ætla að ríða helminginn að koma inn hérna.
7. Síðasta stopp er í Viðiodda, þar sem við þéttum hópinn og komum í hús saman með LILLU í broddi fylkingar.
8. Svo er að ganga frá hestum gefa og hlúa að þeim.
9. Mætum svo beint í Harðarból (í ferðagallanum, EKKI FARA HEIM OG PUNTA SIG). Þar skálum við fyrir okkur sjálfum og öllum sem lögðu okkur lið við að láta ferðina ganga vel. Síðan er VEISLA AÐ HÆTTI GUNNU Í DALSGARÐI.
10. Matseðillinn hljómar svona: Lamba prime með ofnbökuðu rótargrænmeti og sætum karteflum, salat og sósa. Í eftirrétt er: Frönsk súkkulaðikaka með jarðarberjum frá Gísla í Dalsgarði og kaffi. Hver kemur með sinn borðdrykk eftir smekk. Undir borðum verður svo verðlaunaafhending og samsöngur, Guðjón og Hákon ætla að spila og syngja með og fyrir okkur. Síðan er gleð fram eftiri eins og hvern lystir.
Kær kveðja Anna Björk
Farið verður í Gust í Kópavogi laugardaginn 2. maí.Lagt af stað kl. 12.30 frá Naflanum.Riðið verður með ströndinni um Korpúlfsstaði Í Víðidal og þaðan í Kópavog. Fjölmennið í lokaferð - ? - í gamla Gust Ferðanefndin