Styrkur frá Umhverfisráðuneytinu

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, veitti Hestamannafélaginu Herði 200 þúsund króna styrk. Styrkurinn er vegna uppgræðslustarfs í hinu svokallaða "fyrirheitna landi". Verður því fé varið í dreifingu á búfjáráburði sem fluttur var á svæðið í vetur. Eru þetta sannarlega góð tíðindi og mikil hvatning við starfið þar efra.