Annáll Árshátíðar Harðar 2011

Maður er nefndur Guðjón Magnússon.  Guðjón sá hinn sami vinnur ekki bara ötult starf sem formaður okkar Harðarmanna heldur situr og stendur til skiptis með sveittann skallann í öllum mögulegum og ómögulegum nefndum víðsvegar um bæinn.  Þar má nefna Landsmótsnefnd, Þingvallanefnd, framhaldsskólanefnd, gömludansanefnd, gítar og tónlistarnefnd og meira að segja líkamsræktarnefnd.  Harðarfélagar eru þó latir í ræktinni og heyrst hefur að Guðjón og fallega konan hans séu einu Harðarmennirnir sem stunda ræktina að einhverju ráði.  Guðjón fann nefnilega út að hægt væri að horfa á Bold and the beautiful á hlaupabrettinu og síðan þá hefur hann verið nær óstöðvandi.

Heyrst hefur að kreppan hafi bitið í rassinn á sumum Harðarmönnum til dæmis .....
*þá handmokar Össi grái nú hesthúsið, sleppur við losunargjald með því að herma eftir Kela og kaffærir þau örfáu laufblöð á öspunum við veginn sem höfðu náð að gægjast uppúr skítnum frá í fyrra....
*Gunni Vals fór í brúðkaupsferð pantaði brúðarsvítu og borgaði skít sem ekki neitt fyrir hana....að vísu var ekkert hægt að skíta þar....það var ekkert klósett í svítunni.

En það er ekki kreppa hjá öllum....hjá sumum er bissnessinn í blóma....
Súsanna kaupir hross og hestakerrur eins og enginn sé morgundagurinn og hefur ekki undan að selja er komin með útibú í Víðidal.....Reyndar er hún alveg ofvirk....búin að þramma á Esjuna 68 sinnum á mjög stuttum tíma...Gummi er í aðhaldi og vill fara með henni á Esjuna en það er bara svo kalt þarna uppi...Hann safnar því skeggi til þess að geta tekið 69(sixtynine) á Esjunni með Súsönnu á allra næstu dögum.....
Fleiri hafa safnað fúlskeggi um dagana en Reynir og Tóti ætluðu eitt sinn að verða heimsfrægir kvikmyndaleikarar...léku í Bjólfskviðu til þess að fá hlutverkið söfnuðu þeir miklu og síðu skeggi alveg að deyja úr kláða... Þegar komið var á tökustað voru þeir klæddir í víkingaföt og settir á þá hjálmar og grímur svo hvergi sást í skeggin...

Reynir situr ekki auðum höndum heldur frekar en Súsanna og er eins og landafjandi út um allt.  Kennir öll kvöld og helgar í Reiðhöllinni....Egilstöðum...Hafnarfirði....Finnlandi og er svo sóttur frá Svíþjóð í einkaþotu til að járna gamla reiðskólajálka á Mögguhofi.
Eina fríhelgin sem hann á á þessu ári var notuð til að fara á World Cup og þar sat hann með Eysteini besta vini sínum í V.I.P. stúku stífur af hamingju því hann vissi að Tóta var að horfa á hann í sjónvarpinu.

En það var nú allt í lagi þó hann tæki sér frí eina helgi því hann er með í vinnu pabba sinn, bróður, Þorleif Ingvarsson og tvær mjög svo brothættar tamningakonur frá Borgarfirði eystra sem sjá um allt fyrir hann á meðan.

Við skulum aðeins rifja upp hvað gömlu Harðarfélagarnir okkar eru að bralla....Þeir eru ekki af baki dottnir í útrásinni....

Við Guðuðum á gluggana hjá Halla og Gyðu en þau eru flutt með alla gluggana....komin í þykkvabæinn....
*Sævar og Rakel fóru úr stólunum í tuskurnar eru komin með útibú á Selfossi og eru Basicly algjörlega að meika það Plús það að  Sævar er djöfulli flottur í módelstörfunum....og hefur fengið viðurnefnið Sævar Banks.
*Lúddi í Lúddabúð er kominn til Danmerkur seldi allt galleríið á Íslandi og búin að kaupa risa búgarð í Danaveldi....meira segja svo stóran að borðstofuborðið eitt og sér er nokkur tonn að þyngd....Að vísu er hann ekki ánægður með leti íslenskra tamningamanna....það gegnur erfiðlega að ráða vinnumann..en það er huggun harmi gegn að hann selur Baunum hnakka fyrir milljónir í viku hverri.
* Sölvi og Álfhildur eru algjörlega óskiljanleg þessa dagana og verða það víst héðan í frá.

Víkjum aðeins að reiðhöllinni okkar aftur....
*Hún er æðisleg og fjölnota....en það er ekki nógu góð lýsing í henni...það er kannski þess vegna sem Gumma gengur ekki nógu vel að sópa úr hornunum....kannski sér hann bara ekkert út um skeggið....
*Reynir kennir og kennir mér og þér og hinum einnig fyrir fræðslunefnd og æskulýðsnefnd í Reiðhöllinni en hann neitar að mæta á sameiginlega fundi hjá þessum nefndum því hann á ekki boxhanska ....það er víst staðalbúnaður.... þar ráða ríkjum
Magga De la Hoyja og Katrín aus der Muddybay.
*Berglind og Tóta eru séðar í kreppunni.... Seinasta sumar voru þær með dýragarð...en gáfust nú fljótt upp á því vegna þess að kálgarðar mosfellinga voru farnir að láta verulega á sjá.  Geiturnar þurftu sitt svo við tölum nú ekki um kanínuhópinn sem stækkaði eins og gerdeig í hitabaði......  Núna bættu þær um betur....seldu alla hnakkana og gæðingana úr reiðskólanum og kenna nú indíánakukl og hestahvísl í reiðhöllinni, enginn fær að fara á bak þannig að í ofanálag gátu þær notað alla gömlu gigtveiku, spöttuðu jálkana .....þvílíkar bissnesskjéllíngar.......

Já veltan er meiri hjá sumum en öðrum....
*María dóra velti bílnum sínum....allt reddaðist nú og hún slapp með skrámur en hjálp barst þó seint því Sigurður lögfræðingur nágranni hennar rekur útfararþjónustu fyrir gæludýr og var að jarða kanínu þegar María Dóra þurfti á honum að halda.
*Stjáni ofurpóstur velti Súsúkí póstvagninum sínum um daginn ofan í skurð og var búin að hanga dágóða stund á hvolfi í beltinu þegar hjálp barst en hann notaði tímann og lét sig dreyma um nýja bíla og fór beint niður í Súsúkí umboð og fékk sér annan nákvæmlega eins(..... til þess að reyna að halda þessu leyndu).....

Víkjum að  ræktunarafrekum Harðarmanna....

*Við bíðum spennt eftir afrekum Tóta á ræktunarsviðinu því hann er víst komin með heimahjúkrum og þá getur nú allt gerst.

*Ragnheiður ungar út börnum er alveg að ná   Bjögga í Varmadal enda ætti hún nú að kunna þetta...er hún ekki annars reiðkennari???
*Árni og Helena rækta skaðræðisskepnur, þeim finnst of margir í þessu helv hestamannafélagi.....Buðu Olgu á bak ,,barnahestinum,, hann ranghvolfdi augunum og stakk sér sem óður og Olga hefur ekki farið á bak síðan.  Súsönnu var fleygt af  baki um daginn af brjálaða grána sem er víst kominn á róandi til Bjarna á Þorvaldsstöðum núna.
Í ofanálag reyndi svo Árni morðhundur Ingvarsson og keyra niður Súsönnu og alla klárana hennar vegna þess að ekki gekk að koma henni fyrir kattarnef í fyrsta skiptið.

*Eysteinn og Reynir settu met og eiga nú hæst dæmda ungviðið í hverfinu.  Þeir tömdu meri allan síðasta vetur og fram á sumar hún fór svo í síðsumarsýningu fékk glæsilegan dóm og kastaði svo folaldi í janúar....Þetta kallar maður að nýta tímann!!


Öll þekkjum við Eystein...hann er blíður og góður ástríkur og tillitssamur en blóðið í honum rennur ekkert mjög hratt.....samt réðu gáfumennin vinir hans hann sem rekstrarstjóra..hvað finnst ykkur um það.   Mæting í rekstur er kl 8:00  Eysteinn mætir kl 10:00 til að taka á móti stóðinu þegar það kemur til baka.....

Eysteinn er líka með þolinmóðari mönnum og bíður ennþá eftir múlunum 600 sem Lúddi pantaði handa honum fyrir 4 árum

Blóðið í henni Lillu rennur sko ekki hægt...hún flutti með allar rollurnar frá Hreini í helgadal vegna þess að þær voru svo Ó....hreinar,  rúði þær og notaði ullina til að ulla nýja hesthúsið sitt.  En slíkur var atgangurinn að hún ullaði framsóknarmanninn og femínistann Sigurð Kristjánsson milli veggja og hefur hann ekki sést síðan.

Uppbygging hesthúsanna sem brunnu gekk vel og Harðarfólk kom hestum í skjól fyrir jól.  Gunni Vals áhættuleikari er hættur að ríða út og genginn í slökkviliðið enda er hann orðinn kalkaður greyið kom með rauðan klár í bæinn fyrir Stebba þegar hann átti að ná í brúnan.

En það eru fleiri en Gunni sem ruglast á hrossum....Helgi dýri er mjög svo upptekinn maður og oft að flýta sér...Hann átti að skaufahreinsa fola fyrir Berglindi (þó ekki Elías) og kíkja á auga í öðrum...Það endaði ekki betur en svo að hann kíkti á skaufann (ekki þó á Elíasi) og hreinsaði augað við lítt góðar undirtektir viðkomandi sjúklinga.

Villi Pus er með augað í púng þessa dagana...það er hundur í honum, hann er ekki ánægður með hvernig gengur að manna stöður á Harðarmótum og enginn nennir að þrífa eftir sig en hann er formaður mótanefndar.  Þegar hann hefur alveg fengið sig fullsaddan eru dæmi um að hann hafi rifið knapa af baki og settir þá í dómgæslu ritun og önnur störf.....en vissuð þið af hverju Villi er kallaður Villi Pus ?  Það er vegna þess að mamma hans átti grænan Pusjó....

Það er líka hundur í Helga dýra, hann fær lítinn frið við að gagnaöflun og sagnaskrif fyrir hestamannafélagið því....Einkasonurinn fékk sér hund sem neitar að sofa annarsstaðar en á stórutám dýralæknisins sem eru víst stokkbólgnar og kalnar eftir landshornaflakk og klettaklifur.

Elías fimm gírar ehf stundar ekki klettaklifur og þarf því engan helvítis hjálm....en það er víst skylda að ríða út með hjálm og hann lofaði öllu fögru á nefndarkvöldi..2 dögum seinna sást til hans þar sem hann reið út hjálmlaus...afsökunin var...Begga tók hjálminn minn og fór með hann heim...hún var að koma úr hnéaðgerð og gæti dottið...
Annars er þetta misskilningur hjá Elíasi hann þarf virkilega á hjálminum að halda þessa dagana eftir að hafa pantað 40 feta gám fullan af Woodie pet.....Þröstur er brálaður.......

Heyrst hefur að ....

*Siggi rafvirki helli í vörina og reynir að ná sér í gyltur...og vilji láta hreinsa látna Harðarmenn úr félagatalinu og líka þá sem eru farnir að míga utan í önnur hestamannafélög..
* Andreas Trompet hafi komið og fylgst með Kela Trausta á karlatöltinu.   Og
*Að Helena kristins sé búin að vera að Rottast eitthvað núna í mars og sé að skipuleggja Brjóstamjólkurreið...ætli hún sé búin að tala við Ragnheiði Þorvalds?
*Heyrst hefur einnig að Mundi mundi ekki hvar hann átti heima og sé því enn á Grænlandi.     Og...

*að Bíbí og Bjössi séu enn einu sinni búin að kaupa sér hesthús en í þetta skiptið bara í næstu götu.  Gæðingarnir eru orðnir ansi ruglaðir á þessu öllu saman og eru alveg eins og Mundi....muna bara alls ekki hvar þeir eiga heima.
*Að Olla taki ekki að sér tamningar fyrir aðra tamningamenn....
*að Valdimar ríði nú á hreinu tölti á fleiri en einum hesti.
*að Póri í Laxnesi sé þyrstur

Það er okkur mikil ráðgáta hvað kom fyrir skemmtinefndina frá því í fyrra???  Játi svarar ekki í símann.. Siggi straumur er algerlega straumlaus,  Villi villtist og Palli var einn í heiminum og vissi ekkert hvað hann átti að gera.... Þeir sem voru svo ánægðir með sig eftir síðustu hátíð....

Það er hátíð á Hverjum degi í Gýmishúsi en þar var haughúsið tæmt og útbúin þessi fína sundlaug í kjallaranum....krakkarnir búnir að opna Sundlaugarbar en staðalbúnaður þar eru rauður sundbolur og flotholt. .... Andrés á Hrísbrú gaf leyfi fyrir því að tæma dælubílinn á túnin en var búinn að gleyma nágrannakonu sinni sem var með garðveislu og skírnarveislu sama dag.....úfff

Nonni og Haddý í Varmadal eru búin að skíra barnabarnið og þurfa víst að fara að rifja upp dönskuna...en Nonni tók ekki annað í mál en fá að taka skóflurnar sínar með til Danmerkur til að sýna snáðanum...henn lenti reyndar í talsverðri yfirvigt....

Ásta og Gulli eru byrjuð að stunda ylrækt og laxeldi í næsta nágrenni við Nonna og Haddý að vísu fór nú ekki betur en svo að í þurrkatíðinni gróðursetti ásta nokkurhundruð græðlinga í þurrum árfarveginum( hún þekkti ekki staðhætti nógu vel)....Um leið og vatnsbúskapur árinnar tók á sig eðlilega mynd var komin hin fínasta laxagirðing þannig að ásta sló 2 flugur í einu höggi J

Við í hestamannafélaginu Herði þurfum ekki að kvarta því nýbúið er að opna og standsetja glæsilega umhverfisvæna lögreglustöð miðsvæðis í hverfinu.  Lögreglumennirnir fara um allt á hestum, nema Rúnar hann fer um allt á 2 jafnfótum með barnavagn.  Heyrst hefur að hann sé mjög öflugur að skipta um bleyjur bæði á börnum og barnabörnum.  Júlli lögga misskildi mottumars herfilega og hélt hann ætti að vera með mottu alla mánuði ársins nema í mars....

Að lokum langar mig kæru Árshátíðargestir að leggja til nafnabreytingar á götunum í hverfinu okkar góða.   Ég veit ekki með ykkur... en mér er lífsins ómögulegt að muna hvaða gata er hvar.

Ég legg því til að við skýrum göturnar eftir því hverjir eru hvar....

skulu nokkur dæmi tekin:

Sýklabakki er gatan hennar Ollu dýralæknis
Öskubakk
i er gatan hennar Lillu
Gýmishúsið stendur við sundlaugarbakka og
Kela Trausta hús er við Tungubakka(hann hefur frá svo miklu að segja ;)
Prestabakki
er þar sem djáknarnir 2 hafa hestana sína og Hinrik Gylfason er við Dvergabakka(margur er knár þó hann sér smár)

Árni og Helena búa við grýtubakka með allar hrekkjatrunturnar sínar
og Bíbí flutti með Bjössa sinn úr álkubakka í fálkabakka
Stjáni póstur er við bréfabakka...

Jón á örkinni er við Síldarbakka og síðast en ekki síst er það Matti Lu hann er með hrossin sín við Kexbakka sem ætti reyndar að lúta undanþágu og fá nafnið kexpakkiJ

Allar tillögur eru vel þegnar en annars þakka ég kærlega fyrir mig og góða skemmtun í kvöld.

(Annáll skrifaður af Ragnhildi Sigurðard)