- Nánar
-
Flokkur: Annað
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 10 2003 12:00
-
Skrifað af Vefstjóri
Nokkrar hestakonur (Olla, Erna, Vera, Stína Páls og Stína Mæja) hafa í tvö ár hist vikulega og sungið saman undir stjórn Bjarkar Jónsdóttur söngkonu. Þar sem þetta er svo æðislega gaman hefur verið ákveðið að bjóða fleiri hestakonum og örðum góðum konum úr Mosó að taka þátt í söngnum. Það skal tekið fram að á verkefnaskránni er eingöngu söngur, EKKI bakstur, EKKI sala á rækjum, ljósaperum né klósettpappír. Þannig að við verðum að fjármagna söng vorn úr eigin vasa sem ekki ætti að vera óyfirstíganlegt söngelskum konum. Þetta er þó mikilvægt atriði þar sem margur söngfuglinn hefur horfið frá söngiðkan vegna ýmissa anna sem ekkert hafa með þá fögru list að gera. Sönghópurinn mun hittast á þriðjudögum kl. 20:00-22:00 í Mosfellsbæ (vonandi Harðarbóli) og það er í lagi að koma í hestagallanum á æfingar. Áhugasamar hestakonur hafi samband við Ernu Arnardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 566 6988 eða í Stínu Páls. á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Stefnt er að því að byrja í næstu viku - svo þær sem hafa áhuga ættu að gefa sig strax fram!!!!