3. vetrarmót Harðar 2005

Barnaflokkur:
1. Leo Hauksson, Tígull
2. Arnar Logi Lúthersson, Glæsir
3. Katrín Sveinsdóttir, Muska
4. Margrét Axelsdóttir, Vafi
5. Halla Margrét Hinriksdóttir, Kliður
Stigahæsti knapi vetrarins: Leo Hauksson

Unglingaflokkur
1. Halldóra Huld Ingvarsdóttir, Geysir
2. Friðþór Sveinsson, Þota
3. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir, Fjölnir
4. Sara Rut Sigurðardóttir, Úlfur
5. Saga Brá Davíðsdóttir, Dama
Stigahæsti knapi vetrarins: Halldóra Huld Ingvarsdóttir

Ungmennaflokkur
1. Ari Björn Jónsson, Gnótt
2. Játvarður Jökull, Lína
3. Ragnhildur Haraldsdóttir, Ösp
4. Halldór Guðlaugsson, Sólon
Stigahæsti knapi vetrarins: Játvarður Jökull

Karlaflokkur:
1. Ingvar Læknir Ingvarsson, Sesar
2. Dagur Benónysson, Kopar
3. Gylfi Freyr Albertsson, Spói
4. Toddi Hlöðversson, Hreimur
5. Guðmundur Jóhansson, Gerpla
Stigahæsti knapi vetrarins: Dagur Benónysson

Kvennaflokkur:
1. Magnea Rós Axelsdóttir, Rúbín
2. Brynhildur Oddsdóttir, Bragi
3. Lilja Worre Þorvaldsdóttir, Erill
4. Telma Tómasson, Kolur
5. Ásta B. Ben, Snót
Stigahæsti knapi vetrarins: Ásta B. Ben.....

Atvinnumenn:
1. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Seifur
2. Reynir Örn Pálmason, Baldvin
3. Lúther Guðmundsson, Styrkur
4. Halldór Guðjónsson, Sjóður
5. Helle Laks, Klemens
Stigahæsti knapi vetrarins: Reynir Örn

Skeið
1. Halldór Guðjónsson, Dalla
2. Ragnheiður Þorvaldsdottir, Seifur
3. Ari Björn Jónsson, Skafl
4. Reynir Örn Pálmasson, Eldey
5. Sigurður Pálsson, Búðardalsbrúnki
Stigahæsti knapi vetrarins: Halldór Guðjónsson

Árlega árshátíðarmót Harðar og Fasteignasölu Mosfellsbæjar

Hið árlega Árshátíðarmót Harðar verður Haldið laugardaginn 17 mars að Varmárbökkum, Mosfellsbæ. Skráning í félagsheimili kl 11 -12

Mótið hefst KL 12.30

Kvennaflokkur, Atvinnumenn, Pollar, Börn, Unglingar, Ungmenni, karlar og 100m skeið.

Skráningagjöld:1000kr.

Allir velkomnir á þetta glæsilega Árshátíðarmót Harðar.

Kveðja Þórir

Barkamót

Hið geysivinsæla Barkamót verður haldið í Reiðhöll Fáks, Víðidal, laugardaginn 24. mars n.k. Veglegir vinningar verða í boði í hverjum flokki og fær sigurparið í opnum flokki farmiða á Ístölt 31. mars og “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. Keppt verður í 3 flokkum 17 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Skráning og dagskrá verður nánar auglýst síðar. Kveðja, Íþróttadeild Fáks

Skráning á Íslandsmót fullorðinna

Skráning á Íslandsmót fullorðinna fyrir Harðarfélaga Tekið verður við skráningum á Íslandsmót fullorðinna á skrifstofu Harðar Sunnudaginn 9. júlí á milli klukkan 19:00 – 21:00. Jafnframt er hægt að skrá á sama tíma í gegnum síma 5668282 Harðarbóli. Minnum keppendur á að öll hross þurfa að vera grunnskráð og að framvísa þarf grunnskráningarnúmeri við skráningu ásamt kennitölu knapa.

Landsmótspunktar

Hörður á pantaða æfingatíma á vellinum föstudag, laugardag og sunnudag. Við erum ekki búin að fá tímasetningu, en það ætti að koma annaðhvort inn á landsmot.is eða hengt uppi á staðnum. Við verðum með tjaldstæði og beitarhólf fyrir keppnishross á sama stað, og síðan eru almenn tjaldstæði fyrir aðra félagsmenn rétt hjá. Kíkið endilega inn á landsmót.is, þar er kort af svæðinu sem sýnir hvar við eigum að vera, og einnig eru þar upplýsingar til keppenda. Varðandi keppnisjakkana, þá lofar saumastofan Hexa því að þeir verði tilbúnir á föstudag, (áttu að vera tilbúnir miklu fyrr). Fólk er beðið um að taka gömlu jakkana með til öryggis, en vonandi verða allir í nýjum fínum jökkum á Landsmótinu.