Íþróttamóti frestað

Margir samverkandi þættir eru þess valdandi að afráðið var að fresta til óákveðins tíma opnu íþróttamóti Sörla sem halda átti nú í vikunni. Mestu um þetta réð að frestur sem hafði verið fenginn frá Landsmóti ehf. til þess að skila inn úrslitum úr tölti og skeiði var afturkallaður.

Félagsgjald!

Ágætis Harðarfélagar, munið að greiða félagsgjöld fyrir Íþróttamótið. Aðeins skuldlausir félagar fá keppnisrétt á mótinu. kveðja stjórnin

Vetrarmóti frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að halda 3.vetrarmót Harðar á auglýstri dagsetningu. Því hefur verið ákveðið að Firmakeppnin sem fram fer þann 1. maí gildi sem 3.stigamótið. Við biðjum alla knapa velvirðingar á þessum breytingum.

Firmakeppni og peningahlaup

Firmakeppni Harðar verður haldin að Varmárbökkum mánudaginn 1 maí, keppnin hefst kl 13 en skráning í félagsheimili kl 11. Hið geysivinsæla peningahlaup Harðar verður haldið eftir firmakeppnina kl 15 og eru glæsileg verðlaun í boði fyrsta sæti kr 50.000 kr. Annað sæti kr 20.000 kr og þriðja sæti kr 10.000 kr. Skráð er í hlaupið í félagsheimili

Opna Íþróttamót Harðar World Ranking

Opna íþróttamót Harðar verður haldið á Varmárbökkum, Mosfellsbæ dagana 19-21. maí. Mótið er World Ranking mót og er keppt samkvæmt FIPO reglum. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Tölti T-2 -ungmenni, 2. flokkur, 1. flokkur, meistaraflokkur- 5-gangi -unglingar, ungmenni, 2. flokkur, 1. flokkur, meistaraflokkur- Gæðingaskeiði -unglingar, ungmenni, 2. flokkur, 1. flokkur, meistaraflokkur- Tölti T-1 -börn, unglingar, ungmenni, 2. flokkur,1. flokkur, meistaraflokkur- 4-gangi -börn, unglingar, ungmenni, 2. flokkur,1. flokkur, meistaraflokkur- 100 m skeiði 150 m skeiði 250 m skeiði Öll hross þurfa að vera grunnskráð í World Feng. Kveðja, Mótanefnd