- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 06 2012 00:00
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd Harðar auglýsir eftirfarandi námskeið:
Skráning á öll námskeiðin er hjá Oddrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 11.apríl 2012.
Námskeiðin byrja í næstu og þarnæstu viku.
Almennt reiðnámskeið /8-10 ára
Verð 7.500 kr / 20% afsláttur fyrir þá sem hafa sótt önnur námskeið í vetur
-
Áseta og stjórnun
-
Skil á gangtegundum
-
Reiðleiðir og umferðarreglur
-
Ásetuæfingar
-
Gaman
-
Kennt í 6 skipti á þriðjudögum eða fimmtudögum / 10 pláss laus
Kennari; Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Almennt reiðnámskeið /10-14 ára
Verð 9.000 kr /20% afsláttur fyrir þá sem hafa sótt önnur námskeið í vetur
Markmið:
-
Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
-
Stjórnun og áseta
-
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
-
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
-
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming osvfrv)
-
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
-
Kennt er í 6 skipti tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum
-
10 pláss laus
Kennari: Sigrún Sigurðardóttir
Seven Games/leikir með hestinum þínum
Aldurstakmark: 12.ára
Fjöldi takmarkaður á námskeiðið
Kennt í 4 skipti
Verð: 6.000 /20 % afsláttur fyrir þá sem hafa sótt námskeið í vetur
Kennt á mánudögum eða fimmtudögum
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2012 00:00
-
Skrifað af Super User
Nú er komið að því að við leggjum landi undir fót og skundum austur í sveitir. Við byrjum á heimsókn á Krók til hans Reynis Arnar, Harðarmanns, og sjá þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá honum. Reynir Örn ætlar að bjóða okkur í hádegismat. Eftir gott stopp á Króki ætlum við að fara út í óvissuna en það má ljóst vera að við endum aftur í Herði :-) Lagt verður af stað frá Harðarbóli kl: 10 og stefnum að því að vera komin heim eftir miðjan dag.Nú erum við að kanna áhuga á þessari ferð hjá ungliðum Harðar og fylgifiskum svo við sjáum hvort við getum leigt okkur rútu (2500-3000kr á mann) eða hvort við förum á einkabílum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl. En einhverjar spurningar vakna verið endilega í sambandi á sama netfang.
Æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 24 2012 19:21
-
Skrifað af Super User
Minnum á páskafitness Æskulýðsnefndar á morgun, sunnudaginn 25. mars, í reiðhöllinni kl 11:00. Börn sérstaklega boðin velkomin og er eru hvött að taka foreldra sína með sér. Við munum skipta okkur í lið og fara saman í gegnum skemmtilegar þrautir, s.s.
- Hjólbörurallý
- Kókosbolluát
- Skeifu- og stígvélakast
- og margt fleira skemmtilegt
- Að launum fá öll börn páskaegg.
Í fyrra var mikið glens og gaman og mættu um 40 manns. Hlökkum til að sjá ykkur öll !
Æskulýðsnefndin