Verum skrautleg og vinnum sem flottasta og besta stuðningsliðið !
Allir að mæta með grænt tjull og trommur og hristur sem skapað getur hávaða. Helga Magga á allskonar hatta og dót til að skreyta sig með. Hún verður í Gýmishúsinu kl. 18:30 og fram að brottför á föstudagskvöld.
Höfum gaman og STÖNDUM SAMAN !
P.s nánar um keppnina:
Bikarkeppni hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu er mótaröð þar sem hestamannafélögin Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Máni, Sóti og Sörli keppa sín á milli og safna stigum fyrir félögin.
Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.
Á hverju móti verður öflugasta stuðningsliðið valið og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina.