Opinn fundur með Æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er að leggja í  fundaherferð um landið á næstu vikum. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

Nánar...

Skráning Æskan og hesturinn 2009

stelpur

 

Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 14-15. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum (10-12 ára) úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
 
Allir Harðarkrakkar sem vilja taka þátt í sýningunni þurfa að skrá sig til þátttöku. Gefa þarf upp eftirfarandi upplýsingar við skráningu:

Nánar...

Kynningarfundur

Næstkomandi þriðjudag 3.febrúar verður kynningarfundur í Harðarbóli kl.18, þar sem tímasetningar og tilhögun á námskeiðum verða kynntar. Kennari verður á staðnum til að svara fyrirspurnum. babsbrn

Æskulýðsnefnd og Fræðslunefnd

Dalland-Frestun

Kæra fólk

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta kynninguni í Dallandi. Reynt verður að halda hana sem fyrst og munum við auglýsa nýjan tíma.

 

Æskulýðsnefndin

Kynning á reiðkennslu í Dallandi

Föstudaginn 30.janúar kl.20 verður kynning á reiðkennslu vetrarins hjá Herði. Við ætlum að eiga saman góða stund í hestamiðstöðinni Dallandi þar sem kennarar verða með kynningu á því sem verður kennt á námskeiðum í vetur. Reynt verður að varpa ljósi á það hversu mikilvæg áseta er, að þjálfa hestinn á ýmsan máta, s.s. mýkjandi æfingar(baugar) ofl.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Æskulýðsnefndin

Hestasýn opin

 

Óskum öllum félagsmönnum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Við viljum vekja athygli á því að reiðhöllin Hestasýn er opin félagsmönnum virka daga frá kl.18-23, laugardaga 14-18 og sunnudaga 10-18. Við eigum hins vegar eftir að setja námskeið vetrarins á þennan tíma en þangað til er allur tíminn laus. Við auglýsum síðar hvenær höllin verður upptekin vegna námskeiða.

Æskulýðsnefnd

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chicago á búgarði sem heitir Winterhorse farm.  

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr. 

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

Nánar...

Uppskeruhátíð Harðar haldin hátíðleg

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Harðar var haldin hátíðleg í gær í Harðarbóli. Ánægjulegt var að sjá það fjölmenni sem mætti á hátíðina.

Byrjað var á að gæta sér á góðum málsverði en þess má geta að kvennadeildin sá um það og átti Sveina veg og vanda af því. Að svo búnu voru afhend verðlaun og viðurkenningar eins og venja er á þessari árlegu hátíð Harðarmanna. Guðjón formaður félagsins afhenti verðlaunin sem voru í boði Leirvogstungu ehf.

Þeir sem tóku við verðlaunum voru:

Nánar...