Skráning á Gæðingamót Harðar/Úrtöku fyrir Landsmót

Skráning á Gæðingamót Harðar/Úrtöku fyrir landsmót, sem verður haldið helgina 3.-5. júní fer fram þriðjudaginn 31. maí frá klukkan 19:00-21:00 í Harðarbóli. Einnig er hægt að skrá í síma 566-8282 á sama tíma með því að gefa upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda. Fólk er vinsamlegast beðið um að kafa kennitölur keppenda og IS númer hestanna klár.  Allar skráningar kosta 3500 kr nema í pollaflokkana þar er skráningargjaldið 2000 kr. Aðeins verður tekið við skráningum frá skuldlausum Harðarfélögum.

Skráð verður í eftirfarandi flokka:

Pollar teymdir

Pollar tvígangur

Barnaflokk

Unglingaflokk

Ungmennaflokk

B-flokk: áhugamenn og atvinnumenn

A—flokk: áhugamenn og atvinnumenn

 Tölt: opinn flokkur

100 m skeið: opinn flokkur

Unghrossakeppni

Einnig verður 150 m skeið og 250 m skeið ef næg þáttaka verður


ATH: Knapar í A- og B-flokki ríða saman í forkeppni en ríða síðan sér úrslit þ.e. áhugamenn og atvinnumenn

Dagskrá mótsins verður auglýst síðar.

-Mótanefnd Harðar