Smáauglýsingar

Smáauglýsingarnar hafa ekki verið virkar um nokkurt skeið, en nú opnum við fyrir þær aftur, sendið inn auglýsingar, tilkynningar eða ef þið hafið eitthvað til sölu, eins og t.d. hesta, hesthús eða hestakerrur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ný stjórn Harðar

Marteinn Hjaltested, formaður Guðjón Magnússon, ritari Guðmundur Björgvinsson, varaformaður Gunnar Engilbertsson, gjaldkeri Halldór Guðjónsson Kolbrún Haraldsdóttir Páll Viktorsson Varamenn: Konráð Adolphsson Oddrún Ýr Sigurðardóttir Sigurður Teitsson

Uppfærð dagskrá félagsins

Sælir Harðarfélagar Nú eru heimsóknir til félagsins og frá félaginu komnar inn á netið. Meðal annars er hin geysivinsæla Fáksreið og Kjötsúpureiðin. Lítið á síðuna "dagskrá 2004" hér til vinstri.

Tilkynning

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í nefndum fyrir félagið, endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða látið formann félagsins vita. Það bráðvantar fólk

Aðalfundur-Breyting

Hinn árlegi aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar verður haldin miðvikudaginn 3 desember næstkomandi en ekki föstudaginn 28 nóvember eins og áður kom fram. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hann fer fram í Harðarbóli og hefst kl 20. Allir Harðarfélagar hvattir til að mæta.

Top Reiter Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna fer fram á Varmárbökkum Mosfellsbæ, dagana 20. 21. og 22. júní. Skráning keppenda fer fram hjá viðkomandi hestamannafélagi, en skráningareyðublöð fást hjá félögunum. Þau eru einnig aðgengileg á netfanginu www.hordur.net, ásamt öðrum upplýsingum. Lokaskiladagur skráninga er 11. júní. Fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Nánar...

Kökubakstur

Kæru félagar! Fáksmenn eru væntanlegir í heimsókn laugardaginn 10. maí. Að venju leitum við til ykkar með kökur og brauð á veisluborðið. Takið nú fram skálar og sleifar og töfrið fram kræsingar á hlaðborðið svo það megi verða jafn veglegt og hefð er fyrir. Bakkelsinu má koma í Harðaból milli 12 og 14 á laugardaginn.