Skráning gengur vel fyrir Íslandsmót yngri flokka

María GyðaHestamannafélögin eru í fullum gangi með skráningu á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna sem fram fer dagana 25.-28.júní nk.
 
Þátttaka er mjög góð og stefnir í metþátttöku, ef fer sem horfir. Harðarmenn eiga því von á miklum fjölda fólks í Mosfellsbæinn mótsdagana. 

Nánar...

Fjölskyldureið

Á sunnudaginn var farið í hina árlegu fjölskyldureið og var ferðinni heitið að Hraðastöðum til Badda og Nínu.  Þar var grillað og snætt ásamt því að hin ýmsu húsdýr voru skoðuð og vöktu mikla lukku hjá þeim yngri. Veðrið var með ágætum og þáttakan var góð, um 30 manns.  Takk fyrir samveruna og daginn.

 

Æskulýðsnefnd

Keppnisnámskeið - FRÍ

Þá er fyrsta stórmótinu okkar lokið í frábæru veðri og með góðri þáttöku ykkar. Kennararnir hafa ákveðið að gefa ykkur frí eftir þessa törn og fella niður tímana í kvöld, mánudag og á morgun, þriðjudag en byrja svo af krafti í næstu viku við undirbúning fyrir gæðingamótið.


Kveðja. Æskulýðsnefndin.

Æfingamót frestast um viku - Ráslisti

Úrslit í unglingaflokkiÆfingamótið fyrir keppnisnámskeið barna, unglinga og ungmenna sem átti að vera á morgun verður að færast um viku og verður mánudaginn 27. apríl kl. 17.00-20.00.  Ástæðan er sú að á morgun er afar slæm veðurspá og á þriðjudag er árshátíð Varmárskóla. 

Athugið að tímar á morgun mánudag og á þriðjudag verða því eins og venja er.

Nánar...

Æfingamótið nýr ráslisti

Æfingamótið fyrir keppnisnámskeið barna, unglinga og ungmenna verður á morgun mánudag 27. apríl og hefst stundvíslega kl. 17.00

Á æfingamótinu verður allt að ganga hratt fyrir sig svo allir verða að vera tilbúnir á réttum tíma. Það verður riðið eftir þul, 2 inni á vellinum samtímis og þulurinn stjórnar röð gangtegunda svo það er bara að hlusta. Æfingamótið verður tekið upp á video og dæmt eins og aðrar keppnir og að auki skrifaðar niður athugasemdir.

Nánar...

Æfingamót keppnisnámskeiðs

hildur kristín 6Æfingamót verður fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru á keppnisnámskeiði verður nk. mánudag þann 20.04. kl.17.00.

Keppt verður í fjórgangi, tölti og fimmgang.

Tveir keppendur inná í einu, riðið eftir þul, gefin einkunn og tekið á videó, farið yfir á þriðjudagskvöldið.

Ráslisti kemur um helgina, ef spurningar vakna varðandi mótið, hafið þá samband við okkur, Súsanna 8983808 og Reynir Örn 6919050.

Páskaratleikurinn tókst vel

Páskaratleikurinn var haldinn sl. laugardag og fór fram úr björtustu vonum. Samtals tóku um 20 krakkar þátt í leiknum og voru allir hæstánægðir með daginn.

Leikurinn er liðakeppni og skiptist í yngri og eldri hópa. Margir voru búnir að undirbúa sig mjög vel og völdu hesta sína af kostgæfni með tilliti til verkefnisins.

Nánar...