YOUTH CUP í Verden í Þýskalandi

Verden
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k.

Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan
www.feifyouthcup2012.de er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:

•    Reynsla í hestamennsku
•    Enskukunnátta
•    Keppnisreynsla í íþróttakeppni
•    Sjálfstæði
•    Geta unnið í hóp
•    Reglusemi

Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.


Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH,
www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga

Síðasti séns að skrá sig á Æskuna og hestinn

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 3. mars n.k.

Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal 1. apríl nk.

Á sýningunni verða m.a. 3-4 mín. atriði í eftirtöldum flokkum:

  • Pollar teymdir.
  • Pollar ríða sjálfir.
  • Sameiginlegt atriði hestamannafélaganna 10 til 12 ára.
  • Félagsatriði 12 ára og eldri, sjálfstætt atriði fyrir hvert félag.

Þeir sem áhuga hafa að taka þátt í þessum atriðum endilega sendið Ragnhildi Ösp, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. mars, með upplýsingum um hvaða atriði þið ætlið að taka þátt í, símanúmer og netfang ásamt nafni á knapa og hesti.

Æskulýðsnefnd Harðar

Námskeið í Ólympíu

olympiaolympia2Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. til 30. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympismi auk þess sem fjallað er um lýðræði og gildi þess í störfum Ólympíuhreyfingarinnar.

Nánar...

Æskan og hesturinn 2012

Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal 1. apríl nk.

Á sýningunni verða m.a. 3-4 mín. atriði í eftirtöldum flokkum:

  • Pollar teymdir.
  • Pollar ríða sjálfir.
  • Sameiginlegt atriði hestamannafélaganna 10 til 12 ára, program verður sent á þjálfara til þess að hægt sé að æfa það í hverju félagi fyrir sig.
  • Félagsatriði 12 ára og eldri, sjálfstætt atriði fyrir hvert félag.

Nánar...

Úrslit í Smalamóti Harðar 2012

Smalamót Harðar var haldið laugardaginn 4. febrúar s.l. og var mikið fjör og stóðu knapar og hross sig einkar vel í þrautabrautinni. Úrslit voru sem hér segir:

Barnaflokkur
1 sæti Anton Hugi Kjartansson á  Sprengju frá Breiðabólsstað
2 sæti Linda Bjarnadóttir á Dýra Jarp
3 sæti Emilía Sól Arnarsdóttir á Hlíðari frá Eyrarbakka
4 sæti Íris Birna Gauksdóttir á Glóðari frá Skarði
5 sæti Stefanía Vilhjálmsdóttir á Óðni frá Álfhólum

Unglingaflokkur


Nánar...

Uppsetning og hönnun Smalamótsbrautar

Smalamót Harðar verður haldið 4. febrúar og óskar Æskulýðsnefndin eftir áhugasömum krökkum, eldri sem yngri, sem hafa áhuga á að búa til brautina og hafa skoðun á uppsetningu hennar. Áhugasamir eru beðnir að koma á fund miðvikudagskvöldið 1. feb. kl 19.00 í Reiðhöllinni. Endilega látið þetta berast og takið með ykkur hressa krakka sem langar að vera með í þessari vinnu :-)

Skólastyrkir

Ungmennafélag Íslands hefur verið í góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir. UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn. Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg. Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar - 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur. Heildarkostnaður vegna námsins ásamt fullu fæði og gistingu er 36.910.- dkr. eða um kr. 800.000,- íslenskar krónur. Styrkurinn nemur hinsvegar kr. 20.910.- dkr. sem er um 460.000.- íslenskar krónur. Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því 16.000.- dkr. eða einungis um 350.000.- íslenskar krónur.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans www.giv.dk og síðan gefur Ómar Bragi Stefánsson hjá Ungmennafélagi Íslands frekari upplýsingar til áhugasamra. Netfang Ómars er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ

img_1068

Hestamannafélagið Hörður átti glæsilegan hóp verðlaunahafa á Uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundasviðs Mosfellsbæjar þar sem fjórir hestamenn voru tilnefndir til verðlauna við val á íþróttamanni ársins. Frá vinstri Anton Hugi Kjartansson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir, Reynir Örn Pálmason og Harpa Sigríður Bjarnadóttir.