Æskan & hesturinn

Senn líður að þessari stórskemmtilegu sýningu en hún verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal 13.og 14. mars. Þau börn sem hafa áhuga á að taka þátt í polla-atriði og grímubúninga-atriði geta skráð sig fyrir 1.mars hjá: Kolbrúnu s:5668595/6995178/This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ath. nauðsynlegt er að hafa trausta hesta.

Hestheimar

Æskulýðsnefndin stefnir á tvær ferðir í Hestaheima nú á vormánuðum. Fyrri ferðin er helgina 26. - 28. mars og er ætluð þeim krökkum sem eru á námskeiði hjá Babsý og Friðdóru. Skráning fyrir 15. febrúar hjá Ásu - e-mail This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Seinni ferðin er helgina 2. - 4. apríl og er fyrir alla krakka sem verða 10 ára á árinu og eldri. Skráning fyrir 15. febrúar hjá Olgu - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá vetrarins 2003 - 2004

Jæja félagar Nú eru drög að dagskrá æskulýðsnefndar komin á netið. Dagskráin gæti tekið einhverjum breytingum en þær verða uppfærðar á síðunni. Ath. að ekki er búið að raða niður mótum vetrarins. <<<<<<<<<<<<<< Dagskráin er á síðu æskulýðsnefndar.