Opið Íþróttamót

Opna EJS íþróttamót Harðar (WR)verður haldið að Varmárbökkum þann 16 og 17 maí næstkomandi. Keppt verður í öllum helstu flokkum ásamt 150m og 250m skeiði ef næg þátttaka næst. Skráning í Harðarbóli mánudaginn 12 maí milli kl 19 og 22. Einnig verður hægt að greiða símleiðis með kreditkorti.

Úrslit frá Firmakeppni

Pollaflokkur Ása Hrund Ingólfsdóttir og Krummi 22v brúnn Fanney Pálsdóttir og Þögn Halla Margrét Hinriksson og Dísa 10v bleikálótt frá Keldulandi Hrefna Guðrún Pétursdóttir og Leiftur 9v frá Skriðulandi Sunneva Halldórsdóttir og Vatnar 8v brúnn frá Dallandi Sunneva Rut Valgeirsdóttir og Sólon 9v Þórdís Rögn Jónsdóttir og Von

Nánar...

Athugið

Þar sem að það vantar mikið af keppnisnúmerum, viljum við minna fólk á að athuga í kaffistofum og annars staðar hvort það sé með númer hjá sér. Það er mjög erfitt að halda mót ef engin númer eru til eins og sást best á síðasta Vetrarmóti.

Bæjardekksmót Harðar 2003.

Annað stigamótið af þrem verður haldið laugardaginn 22. mars næstkomandi kl: 13:30 Keppt verður í eftirtöldum flokkum. Pollar. Börn. Unglingar. Ungmenni. Kvenna. Karla. Atvinnumenn. Einnig verður keppt í 100 m fljúgandi skeiði. (Opið) Skráning í Harðarbóli sama dag kl: 11:00

Firmakeppni

Hin árlega Firmakeppni Harðar fer fram þann 1.maí næstkomandi. Keppt verður á beinni braut og sýna keppendur frjálst-hægt og yfirferð. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; Pollar-Börn-unglingar-ungmenni-Konur-Karlar og öldungar. Skráning fer fram í Harðarbóli kl 11 og hefst keppni kl 13.

Reglur og stigagjöf vegna Stigamóta Harðar 2003.

Keppanda er frjálst að mæta með sama eða annan hest á mótin að því tilskildu að sami hestur komi ekki fram í öðrum flokkum en einum á sama mótinu. Keppanda er skylt að láta mótstjórn strax vita ef breytingar verða á hesti eða knapa í skráðum flokki svo forðast megi misskilning á viðkomandi móti gagnvart þuli og upplýsingum til fjölmiðla eftir mót. Stigagjöfin fer þannig fram; Efsta sæti gefur 10stig, Annað sæti 8stig Þriðja sæti 6stig Fjórða sæti 5stig Fimmta sæti 4stig Allir hinir fá 1stig. Þeir keppendur sem ekki mæta á seinni mótin eftir að hafa keppt á því fyrsta fá mínusstig, þ.e.- 2stig fyrir hvert mót, þannig að efsti knapi í hverjum flokki eftir fyrsta mót er ekki endilega lokasigurvegari. Sá knapi sem er efstur stiga í hverjum flokki eftir þrjú mót hlýtur nafnbótina Stigatöltmeistari Harðar 2003 Varðandi yngsta flokkinn, þá er ekki keppt til stiga í þeim flokki.

ÁSLÁKSMÓT Harðar 2003

Seinasta stigamótið af þrem verður haldið laugardaginn, 26. apríl, á Varmabökkum og hefst kl. 13.30 Flokkar: Pollar Börn Unglingar Ungmenni Konur Karlar Atvinnumenn 100 m. fljúgandi skeið (opið) Skráning í Harðarbóli sama dag kl. 11.00 Verðlauna-afhending fyrir stigahæstu töltmeistara Harðar verður eftir mótið.

Þorrablót Harðar 2010

Nú er útkall á Harðarmenn til að blóta...Komum saman "étum", blótum og syngjum saman.

Þorrablótið verður haldið laugardaginn 23. janúar nk. og hefst blótið kl. 17.00 í Harðarbóli.  Maturinn verður á kostnaðarverði kr. 3.000.- sem greitt er fyrir á staðnum. Þar sem maturinn er á kostnaðarverði þá þarf að panta fyrirfram.

Skráning hér