Skráning

flyer Harðarfélgar munið skráninguna á íþóttamót N1 í kvöld kl 19.30 – 22.00.

Mótið er opið World Ranking mót.  Skráning fer fram í Harðabóli og er síminn þar 5668282.

Firmakeppnis númer

clip_image002Stúlkan á myndinni tók þátt í þriðja vetrarmóti Harðar. Eftir mótið skilaði hún keppnisnúmerinu. Það eru því miður ekki allir eins duglegir að skila númerunum og litla stúlkan og af þeim sökum erum við hjá mótanefnd í miklum vandræðum fyrir firmakeppnina. Okkur vantar fullt af númerum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að keppnisfólk skili ekki númerunum, sumir sem fá verðlaun fara í gleðivímu og vita ekki í þennan heim né annan og hreinlega taka með sér númerin heim. Hinn hópurinn sem ekki fær verðlaun getur fengið vægt áfall en kannski er viðkomandi búin að þjálfa og kemba í marga daga. Við hjá mótanefnd skiljum alla og vonum að þið skilið númerunum um helgina eða fyrir Firmakeppnina sem hefst 1. maí n.k.  Númerin geta leynst á kaffistofum, í hnakkageymslum, hlöðum eða bílum. Við tökum vel á móti öllum.

Kv Mótanefnd.

FIRMAKEPPNI 1. MAÍ

Hin árlega firmakeppni Harðar verður Haldin að Varmárbökkum þann 1 maí næstkomandi kl. 13.00.  Skráning verður í félagsheimili Harðar kl 11.30-12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, konur, karlar, heldri menn og meistaraflokki.
Reglur Firmakeppni

1)    Keppni Barna fer fram á hringvelli.  Keppni í Öðrum flokkum á beinni braut.
2)    Keppt er eftir leiðsögn þular hæg og frjáls ferð.
3)    Keppendum er frjálst að velja gangtegund (Tölt, Brokk eða Skeið.)
4)    Verðlaunuð eru fimm efstu sæti í hverjum flokkclip_image001

Vetrarmót

461287e1c959Þriðja vetrarmót Harðar verður haldið að Varmárbökkum Laugardaginn 14 apríl.  Þetta þriðja og síðasta mótið í stigakeppninni og verður vafalaust hart barist.  Vegna heimsóknar í Fák hefst mótið í fyrra fallinu eða kl 11.  Keppt verður eins og venjulega í tölti en einnig fer fram keppni í skeiði ef aðstæður leifa.   Mótanefnd hvetur alla Harðarfélaga að taka þátt í skemmtilegri keppni.

Flokkar:  Pollaflokkur, Barnaflokkur, Unglingaflokkur, Meistaraflokkur, Ungmennaflokkur, konur , Karlar og 100m skeið.

3. vetrarmót Harðar 2005

Barnaflokkur:
1. Leo Hauksson, Tígull
2. Arnar Logi Lúthersson, Glæsir
3. Katrín Sveinsdóttir, Muska
4. Margrét Axelsdóttir, Vafi
5. Halla Margrét Hinriksdóttir, Kliður
Stigahæsti knapi vetrarins: Leo Hauksson

Unglingaflokkur
1. Halldóra Huld Ingvarsdóttir, Geysir
2. Friðþór Sveinsson, Þota
3. Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir, Fjölnir
4. Sara Rut Sigurðardóttir, Úlfur
5. Saga Brá Davíðsdóttir, Dama
Stigahæsti knapi vetrarins: Halldóra Huld Ingvarsdóttir

Ungmennaflokkur
1. Ari Björn Jónsson, Gnótt
2. Játvarður Jökull, Lína
3. Ragnhildur Haraldsdóttir, Ösp
4. Halldór Guðlaugsson, Sólon
Stigahæsti knapi vetrarins: Játvarður Jökull

Karlaflokkur:
1. Ingvar Læknir Ingvarsson, Sesar
2. Dagur Benónysson, Kopar
3. Gylfi Freyr Albertsson, Spói
4. Toddi Hlöðversson, Hreimur
5. Guðmundur Jóhansson, Gerpla
Stigahæsti knapi vetrarins: Dagur Benónysson

Kvennaflokkur:
1. Magnea Rós Axelsdóttir, Rúbín
2. Brynhildur Oddsdóttir, Bragi
3. Lilja Worre Þorvaldsdóttir, Erill
4. Telma Tómasson, Kolur
5. Ásta B. Ben, Snót
Stigahæsti knapi vetrarins: Ásta B. Ben.....

Atvinnumenn:
1. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Seifur
2. Reynir Örn Pálmason, Baldvin
3. Lúther Guðmundsson, Styrkur
4. Halldór Guðjónsson, Sjóður
5. Helle Laks, Klemens
Stigahæsti knapi vetrarins: Reynir Örn

Skeið
1. Halldór Guðjónsson, Dalla
2. Ragnheiður Þorvaldsdottir, Seifur
3. Ari Björn Jónsson, Skafl
4. Reynir Örn Pálmasson, Eldey
5. Sigurður Pálsson, Búðardalsbrúnki
Stigahæsti knapi vetrarins: Halldór Guðjónsson

Árlega árshátíðarmót Harðar og Fasteignasölu Mosfellsbæjar

Hið árlega Árshátíðarmót Harðar verður Haldið laugardaginn 17 mars að Varmárbökkum, Mosfellsbæ. Skráning í félagsheimili kl 11 -12

Mótið hefst KL 12.30

Kvennaflokkur, Atvinnumenn, Pollar, Börn, Unglingar, Ungmenni, karlar og 100m skeið.

Skráningagjöld:1000kr.

Allir velkomnir á þetta glæsilega Árshátíðarmót Harðar.

Kveðja Þórir